Birtist í Fréttablaðinu 21.04.09.. Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands.
Fyrirsjáanlegur er mikill halli á fjárlögum næsta árs. Spurt er hvernig hann verði fjármagnaður. Menn hafa staðnæmst við augljósa nauðvörn fyrir ríkissjóð: Auka tekjur og draga úr útgjöldum.
Birtist í Morgunblaðinu 20.04.09.. Almennt er Halldór Blöndal velviljaður maður. Síðast fann ég fyrir velvilja hans í örpistli á leiðaraopnu Morgunblaðsins þar sem hann hrósar mér fyrir að hafa staðið vel vaktina fyrir Sigtúnshópinn á sínum tíma og launafólk í BSRB.
Um það bil 25 tannlæknar og tanntæknar ásamt tannlæknanemum hafa gefið vinnu sína tvær helgar í röð í þágu barna og unglinga sem þurfa á tannlækningum að halda.
Það var ánægjulegt að sitja fund með trúnaðarmönnum launafólks innan raða háskólamanna í BHM í vikunni. Og ég neita því ekki að það gladdi mjög hjarta mitt að heyra yfirlýsingar formanns BHM og annarra forsvarsmanna bandalagsins á fundinum og í kjölfar hans.
Birtist í Morgunblaðinu 15.08.09.. Að undanförnu hafa Alþingismenn í stjórn og utan stjórnar fengið áskoranir um að upplýsa allt sem vitað er um skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins jafnframt því sem hvatt er til þess að við stöndum vörð um auðlindir þjóðarinnar.
Það þarf enga réttlætingu fyrir Ríkisútvarpið á meðan það flytur þætti á borð við Krossgötur. Á laugardaginn var stóðu tveir heiðursmenn á krossgötum með Hjálmari Sveinssyni.