RADDIR FORTÍÐAR - FARISEAR NÚTÍÐAR
19.04.2011
Ekki man ég í augnablikinu hvaða hugtak Danir nota um forræðishyggju. En skilgreininguna á forræðishyggju fengu danskir sjónvarpsáhorfenfur í skrafi tveggja fyrrum danskra stjórnmálamanna sem dóseruðu um íslensk stjórnmál í dönsku sjónvarpi og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá í kvöld.. Þeir Uffe Elleman Jensen og Mogens Lykketoft töluðu niðrandi til íslenskra kjósenda og lýðræðisins almennt.