15.10.2014
Ögmundur Jónasson
Fór í bíó og sá París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar.. Hví þessi nafngift? Flateyri suðursins hefði sambærileg mynd eflaust getað heitið, tekin sunnan Atlantsála en ekki norðan, enda vorum við ítrekað minnt á það í París norðursins að hið mannlega drama væri alls staðar ofið úr sömu þráðum hvort sem við værum í Thaílandi, Portúgal, vetfirskri sjávarbyggð eða stórborginni París, sem þó var aldrei nefnd sérstaklega á nafn; alls staðar værum við eins inn við beinið; hvarvetna væri stórborgina að finna, líka á Flateyri við Önundarfjörð.