Í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um brennandi málefni í pólitíkinni, þar á meðal um fyrirhugaðan náttúrupassa ferðamálaráðherrans.
Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, er ötull baráttumaður fyrir almannarétti í náttáurunni. Þegar mótmælt var ólögmætri gjalddöku við Kerið og Geysi síðasltiðið vor og sumar var Stefán Þorvaldur í hópi þeirra sem mótmæltu á vettvangi auk þess sem hann hefur skrifað fjölmargar blaðagreinar um efnið.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30.11.14.Þegar vísitala launa var tekin af með lögum í júní 1983 hófst mikil umræða í þjóðfélaginu um hvort réttmætt væri að halda verðtryggingu á lánum.
Ekki veit ég hve margt þeir eiga sameiginlegt Þorvaldur Gylfason, Jónas Kristjánsson og Egill Helgason. Eitt er það þó sem tvímælalaust sameinar þá í skrifum þeirra þessa dagana og það er að vilja gera sem minnst úr þeim verkum sem voru unnin í innanríkisráðuneytinu á síðasta kjörtímabili og miðuðu að því að efla mannréttindi.
Birtist í DV 21.11.14.Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, stutt af öllum þingmönnum sem sæti eiga í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sem gerir ráð fyrir að lögum verði breytt á þann veg að aðstandendur dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fái heimild til að krefjast endurupptöku fyrir Hæstarétti á þessum þekktustu sakamálum íslenskrar réttarsögu.
Halda menn að læknadeilan verði auðleystari ef samningaviðræður eru dregnar á langinn? Heldur ríkisstjórnin að samúð almennings með kröfum lækna muni dvína? Þannig er því ekki farið.