Í morgunþætti Bylgjunnar ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um málefni líðandi stundar,Skotlandskosningun, Íbúðalánasjóð, ÁTVR, lífeyrissjóðina og 20 milljarðana sem ríkisstjórninni liggur á að koma í vasa eigin gæðinga.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21.09.14.. Um og upp úr tvítugu bjó ég í Edinborg, höfuðborg Skotlands. Þar stundaði ég nám og þar stofnaði ég til heimilis.
Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn á Íslandi frá 1991 til 2009. Fyrst með Alþýðuflokknum frá 1991 til 1995, svo með Framsókn til 2007 og þá með Samfylkingunni frá 2007 til 2009.
Ráðstefna sem ég sótti í Aþenu um efnahagsþrengingar og vímuefnavarnir og síðan auðkennismál voru meginumræðuefnin í spjalli okkar Ragnheiðar Ríkarðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni i morgun.
Í vikunni sótti ég áhugaverðan fund í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn var á vegum svokallaðs Pompidou hóps Evrópuráðsins en það er samstarfsvettvangur 47 ríkja - ekki einvörðungu Evrópuríkja þó að evrópsk séu þau flest - um vímuefni og vímuefnarannsóknir.. Sjá: http://www.coe.int/t/dg3/pompidou/default_en.asp . . Í ljósi efnahagsþrenginga víða um lönd horfir þessi hópur, sem samanstendur einkum af stefnumótandi sérfræðingum, til ríkja sem hafa þurft að skera útgjöld sín niður og leikur þá forvitni á að vita hvernig tekið hefur verið á heilbrigðismálum og vímuefnavörnum sérstaklega þegar niðurskurðarsveðjunni hefur verið beitt og í framhaldi hvaða lærdóma megi af þessu draga.
Tvennt kemur upp í hugann við fyrirhugaða skuldalækkun heimila. Í fyrsta lagi furðaði ég mig á því fjaðrafoki sem varð þegar Tryggvi Þór Herbertsson, sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um framkvæmd „leiðréttingarinnar" reyndi að draga niður væntingar manna.
Samskipti manna eru í sívaxandi mæli að færast yfir í rafrænt form. Á netinu eiga sér stað viðskipti, upplýsingum er miðlað og þjónusta er veitt, meðal annars af hálfu opinberra aðila.
Öðlingurinn, skólamaðurinn og húmanistinn, Jónas Pálsson, er fallinn frá, níutíu og tveggja ára að aldri. Hjalti Hugason sagði í minningarorðum við útför Jónasar að aldrei hefði hann kynnst manni sem hafi haft eins langa framtíðarsýn og Jónas Pálsson! . Þetta held ég að séu orð að sönnu.