05.10.2014
Ögmundur Jónasson
Í vikunni sótti ég þing Evrópuráðsins í Strassborg. Margt kom þar til umræðu, uppgangur fasisma í mörgum ríkjum Evrópu og hvernig skyldi brugðist við, rætt var um samskipti Evrópuríkja og OECD en í því sambandi var fjallað um ýmsa alþjóðlega samninga, staða mála í Úkraínu var rædd, ofbeldi hermanna ISIS í Sýrlandi var fordæmd og áhyggjum lýst vegna aukins flóttamannastraums.