12.10.2014
Ögmundur Jónasson
Ég ætla ekki að gerast boxari innan kaðlanna hjá Jóni Steinari Gunnlaugsssyni , nýbökuðum sjálfsævisöguritra, en augljóst er að nýútkomin bók hans gerir meira en gára vatnið, sem reyndar aldrei hefur verið neitt sérlega lygnt í kringum Jón Steinar.. Kannski er það vegna þess að fólki af minni kynslóð er eiginlegt að bera virðingu fyrir bókum og finnst að það sem sagt er á bók skuli standast, að mig langar til að leiðrétta eina litla skekkju sem snýr að mér í hinni nýútkomnu bók, Í krafti sannfæringar .. Höfundur segir nefnilega að hann hafi heyrt mig í viðtalsþætti í sjónvarpi lýsa sjálfum mér sem blöndu af sósíalista, anarkista og frjálshyggjumanni.