Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sendir mér pillur á Evrópuvaktinni undir fyrirsögninni:"Ögmundur: Öskur villikattarins breytist í máttlaust væl - lýtur vilja Össurar".
Úr viðtali við Viðskiptablaðið 12.04.12.. „Við féllumst á það að senda inn aðildarumsókn að ESB, í júní 2009, og ætluðum okkur að fá efnislega niðurstöðu út úr þeim viðræðum," segir Ögmundur en bætir því við að hann vilji flýta viðræðunum og fá efnislegar niðurstöður sem fyrst.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þröngvað sér inn í málssóknina gegn Íslandi vegna Icesave. Frumkvæði að þessari málssókn áttu fulltrúar Noregs og Lichtenstein hjá ESA stofnuninni sem á að fylgjast með því að markaðssamningi Hins evrópska efnahagssvæðis sé fylgt.
Framkvæmdastjórn ESB ryðst nú inn í málaferlin gegn Íslendingum út af Icesave. Þetta mun vera einsdæmi. Okkur þótti nóg um þegar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að draga okkur fyrir dóm til að reyna að gera íslenska skattgreiðendur ábyrga fyrir innlánareikningum Icesave.
Á skírdag sótti ég áhugaverða kvikmyndasýningu í Félagsgarði í Kjós. Til sýningar var heimildarmynd Þorsteins Jónssonar, kvikmyndagerðarmanns um lífið í Kjósinni; lífið og tilveruna í öllum sínum víddum.
Birtist í Fréttablaðinu 05.04.12.. Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur.
Morgunblaðið upplýsir að LÍÚ sé að kanna hvort nýtt lagafrumvarp um fiskveiðistjórnun og þó sérstaklega auðlindagjald standist stjórnarskrá Íslands; hvort hugmyndir sem þarna sé að finna stríði gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og að hugsanlega sé um eignaupptöku að ræða.. Það er nefnilega það.