UMRÆÐA VAKIN Í ÖSKJU, SLEGIN AF Á EYJU!
11.05.2012
Í gær ávarpaði ég í Öskju, ráðstefnu sem Edda- öndvegissetur stóð að ásamt Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í Paris (EHESS), Reykjavíkurborg, Háskólanum á Bifröst, Hugvísindasviði Háskóla Íslands og franska sendiráðinu á Íslandi og Innanríkisráðuneytinu.. Á vef Innanríkisráðuneytisins var viðfangsefni ráðstefnunnar lýst með þeim orðum að fjallað væri um lýðræði og íslenska stjórnlagaráðið/þingið, áhrif efnahagskreppunnar á kynjajafnrétti og velferðarkerfið og pólitískar, samfélagslegar og menningarlegar tilraunir til að glíma við afleiðingar hrunsins og kreppunnar á Íslandi og erlendis.