Birtist í Sunnudagsmogganum 09.06.12.. Í Sovétríkjunum gömlu nutu svokallaðir hugmyndafræðingar mikils álits. Aðalhugmyndafræðingur Kommúnistaflokksins hafði lykilstöðu í kerfinu.
Adolf Guðmundsson, formaður LÍU, sagði í dag að ef breytingar yrðu gerðar á fiskveiðistjórnunarkefinu vildi hann „ ekkert segja um hvort flotinn verði kyrrsettur en það eru allir möguleikar á því!" . . Annar forsvarsmaður LÍÚ sagði fyrir fáeinum dögum að sér fyndist koma til greina að fá erlendan sáttasemjara til að miðla málum á milli kvótahafa og meirihlutans á Alþingi varðandi skipulag og skattlagningu í sjávarútvegi.
Fréttablaðið 6.6.12. Bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan.
Birtist á Smugunni 05.06.12.. Icesave málið sýndi og sannaði að Íslendingum verður ekki stjórnað með ofbeldi. Endurheimt fiskveiðiauðlindarinnar mun sýna það enn og aftur.. Íslendingar þola illa ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu 05.06.2012. Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a.
Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður dómnefndar, undirritaður, og loks verðlaunahafarnir frá Arkís, þeir Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson.. . Í dag var skýrt frá úrslitum í samkeppni arkitekta um teikningar á nýju fangelsi á Hólmsheiði í Reykjavíkurlandi.
Birtist á Smugunni 04.06.12.. Í burðarliðnum eru nú ný barnalög. Um þau lög er það að segja að þau eru mikil og góð réttarbót fyrir börn og í anda þess sem mannréttindasamtök og samtök sem sinna velferð barna sérstaklega hafa talað fyrir.. Alþingi á að hafa síðasta orðið þegar kemur að lagasmíð.
Sjómannadagurinn er stór dagur á Íslandi. Hann er haldinn hátíðlegur um land allt með margvíslegum hætti. Sem innanríkisráðherra kem ég formlega að hatíðahöldunum með því að sækja hátíðlega minningarathöfn um látna sjómenn í Fossvogskikjugarði í Reykjavík.