ÞJÓÐNÝTING OG ALRÆÐISVALD?
02.04.2012
Umræðan um ný fiskveiðistjórnunarlög er umhugsunarverð - m.a. að tvennu leyti. Í fyrsta lagi eru umhugsunarverðar þær staðhæfingar úr ranni útgerðamanna og samherja þeirra á hægri væng stjórnmálanna, að hugmyndir séu nú uppi um að „þjóðnýta" sjávarauðlindina! Þar með er sagt fullum fetum að hún hafi verið einkavædd, að núverandi kvótahafar eigi fiskinn í sjónum.