
TIL FUNDAR MEÐ KÚRDUM Í TYRKANDI
13.02.2020
Þessa viku er ég á ferð í Tyrklandi að afla upplýsinga um mannréttindi einkum um það sem snýr að hlutskipti Kúrda. Markmiðið með förinni er einnig að sýna stuðning við mannréttindabaráttu þeirra og andæfa meðferðinni á þeim. Í þessari för er ég í sendinenfnd sem kennd er við Imrali en það er fangelsiseyjan í Marmarahafinu sem Öcalan, leiðtaga Kúrda í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi, hefur verið haldið fangelsuðum í rúma tvo áratugi eða allar götur frá árinu 1999. Þetta er þriðja Imralisendinefndin sem ég tek þátt í en áður ...