Fara í efni

Greinar

ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

... Um þetta var ekki spurt í fréttatímanum. Þó eiga að kvikna viðvörunarljós þegar einkaframkvæmd er annars vegar. Ég hélt að við værum komin það langt! En nú leyfi ég mér að stinga upp á því að ráðherrar verði spurðir um eftirfarandi ...
RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.11.19. Ég minnist samtals í aðdraganda bankahrunsins þar sem rætt var um ráðningu fjárfestingastjóra í lífeyrissjóði. Margir vildu finna klókan fjármálabraskara, aðila sem þekkti kerfið af eigin raun og innan frá, með öðrum orðum, sérhæfðan “fagmann”. Slíkir aðilar væru að vísu dýrir á fóðrum en á móti kæmi að þeir væru þyngdar sinar virði í gulli. Þeirra fag væri að græða. Einn þessara viðmælenda var ...
AUÐVITAÐ NÝTT NAFN ! HVÍLÍK HUGKVÆMNI !!

AUÐVITAÐ NÝTT NAFN ! HVÍLÍK HUGKVÆMNI !!

Miðvikudaginn 20. janúar les ég í blaði að til standi að breyta nafni utanríkisráðuneytisins. Nú skal það heita  utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.  Ég nefni dagsetninguna því þetta er rétt eftir Namibíufréttirnar og frábært framlag Íslendinga til þróunarsamvinnu þar. Verst eins og Bjarni fjármálaráðherra segir, að landlæg spilling í Namibíu skuli hafa mengað engilhreina aðkomu Íslendinga að málum þar. En nafnbreytingin sýnir alla vega góðan ásetning Bjarna og Þorsteins Más um að koma fátækri þjóð inn í ...
BREYTILEGT HVERJIR SNOBBA FYRIR SLETTUNUM

BREYTILEGT HVERJIR SNOBBA FYRIR SLETTUNUM

Á meðan útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson, kemur nærri hljóðnemanum hjá Ríkisútvarpinu er þeirri stofnun ekki alls varnað. Fjarri því.  Ef Ævar væri ekki að komast á aldur hefði hann verið kjörinn nýr útvarpsstjóri og þótt fyrr hefði verið!  Ævar hefur komið að gerð ótölulegs fjölda þátta á löngum starfsferli sínum, nú síðustu árin hefur hann stjórnað umræðuþáttum á sunnudagsmorgnum, sem síðan hafa verið endurteknir síðar.   Einn slíkur var í dag á dagskrá. Þar hafði Ævar fengið Gísla Sigurðsson, prófessor, til liðs við sig að ræða við Veturliða Óskarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, um ...
SJÁVARAUÐLINDINA TIL ÞJÓÐARINNAR OG STJÓRNENDUR ISAVIA FRÁ!

SJÁVARAUÐLINDINA TIL ÞJÓÐARINNAR OG STJÓRNENDUR ISAVIA FRÁ!

gær tók ég, ásamt  Kára Stefánssyni , þátt í umræðu á sjónvarpsstöðinni   Hringbraut   undir stjórn   Bjartmars Alexanderssonar . Rætt var um Samherjamálið, kvótakerfið, uppljóstrara og áform um að hleypa fjárfestum á jötuna í Leifsstöð.  Þátturinn er hér ...
RÍKISSTJÓRNINNI BER AÐ SKIPTA ÚT STJÓRNENDUM ISAVIA

RÍKISSTJÓRNINNI BER AÐ SKIPTA ÚT STJÓRNENDUM ISAVIA

...  Ótvírætt er að stjórnendur ISAVIA eru að undirbúa einkavæðingu. Ráðherra ber nú ótvíræð skylda að verja almannahag gegn ásælni gróðafjármagns. Til þess þarf að fá nýja stjórnendur yfir Isavia. Núverandi stjórnarmenn Isavia standa með einkafjármagni gegn alemenningi. Það þarf ekki einu sinni að lesa á milli línanna ...
GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

Forsvarsmenn Samherja birtust á Dalvík til að ávarpa stafsmenn fyrirtækisins þar. Í dramatískri innkomu lýsti Þorsteinn Már, forstjóri (þar til nýlega), því yfir, nánast kominn á krossinn með látbragði sínu, hve yfirkominn hann væri af þeirri óskammfeilnu árás sem gerð hefði verið á þau sem þarna væru, starfsfólk Samherja. Lýsti hann fullri samstöðu með fólkinu. Björgólfur, starfandi forstjóri, ætlar ekki heldur að bregðast fólkinu sem ...
FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND

FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND

Til umhugsunar er sú ábending Freds Magdoffs á opnum fundi í Þjóðmenningar-/Safnahúsinu í Reykjavík á laugardag að kerfi sem hugsar fyrst um gróða og síðan (ef þá nokkuð) um notagildi - þar sem fjárfesting í einkavæddu heilbrigðiskerfi er metin með tilliti til þess hverju hún skilar í vasa fjárfesta, ekki í heilsu sjúklinga, svo dæmi sé tekið – slíkt kerfi sé ófært um að ráða við umhverfisvandann. Einfaldlega vegna þess að það viðfangsefni er neðar á forgangslistanum en að skila fjárfestum arði. Hvati til útþenslu – að skila meiri vexti/gróða á morgun en í dag – er innbyggt I kapítalismann. Nú þurfi, sagði Fred Magdoff, að ...
BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?

BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?

Hinn níunda nóvember, þegar menn minntust þess að 30 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins, flutti ég erindi á ráðstefnu sem  Institute of Cultural Diplomacy , ICD, efndi til í Berlín. Í erindinu vék ég að frelsinu sem menn fögnuðu fyrir 30 árum –   tjáningarfrelsi, frelsi til frjálsrar farar   … og spurði hvar við værum nú stödd í því samhengi. Hvað segja menn til dæmis um   aðförina að Julian Assange og Wikileaks?  ...
SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

Frískandi að heyra mann tala um sósíalisma án þess að reyna að biðjast afsökunar á sjálfum sér og skoðunum sínum. Kapítalisminn er búinn að kafkeyra heiminn en fáir þora að rísa upp og tala gegn þessu fyrirkomualgi – þessu skipulagi á mannlegu samfélagi. Fred Magdoff talaði fyrir fullu Þjóðmenningarhúsi í dag og dróg hvergi af sér. Eflaust voru ekki allir honum sammála en allt að því grunar mig! Þó ætla ég ekkert að fullyrða um það. Máli skiptir að ræða umhverfismálin í samhengi við efnahagskerfið. Svo gætum við líka farið að ...