Fara í efni

Greinar

HIÐ GLEÐILEGA VIÐ FRÖNSKU VERKFÖLLIN

HIÐ GLEÐILEGA VIÐ FRÖNSKU VERKFÖLLIN

Ég er staddur í Frakklandi þessa dagana. Sit nokkurra daga fund í Strassborg. Ég átti í nokkrum erfiðleikum að komast á leiðarenda vegna umfangsmikilla verkfalla í samgöngukerfinu. Kostaði tafir og útgjöld – sem enn eiga eftir að fara vaxandi því enn er ég úti, á leiðinni heim en óvíst hvernig! Enginn masókisti er ég en hressandi þótti mér engu að síður að vera minntur á mikilvægi starfa sem tekin eru sem gefin þangað til kemur að því að meta þau að verðleikum ...
FRED MAGDOFF Í BÆNDABLAÐINU

FRED MAGDOFF Í BÆNDABLAÐINU

Bandaríski vísindamaðurinn,   Fred Magdoff , sem hélt fyrirlestur hér á landi fyrir skömmu í fundaröðinni,   Til róttækrar skoðunar , er mættur á nýjan leik, nú í ítarlegu viðtali við   Bændablaðið . Yfirskriftin er:   Skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fara ekki saman.  Ég leyfi mér að hvetja þau sem sjá þessi orð að kynna sér þetta viðtal og umfjöllun Bændablaðsins sem á þakkir skilið fyrir að standa vaktina eina ferðina enn fyrir skynsemi og opna og upplýsta umræðu. Viðtalið í Bændablaðinu er hér ...
LÝÐRÆÐINU BROTLENT

LÝÐRÆÐINU BROTLENT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.12.19. ... Sá sem þetta skrifar undirritaði fyrir mörgum árum eitt plaggið í þessari samningaseríu. En varla var blekið þornað fyrr en sýnt var að borgaryfirvöld myndu ekki standa við það. ... Nokkrum mánuðum síðar kom nýr innanríkisráðherra og nýr “samningur”, líka um að skoða veðurlag svo flytja mætti völlinn. Og enn kom nýr innanríkisráðherra. Sá vildi halda í völlinn en borgin fékk þá samþykkt í undarlegri niðurstöðu Hæstaréttar að sviksemi hennar væri þrátt fyrir allt lögmæt. Heyra var á samgönguráðherranum sem nú situr að ...
HERFLUGVÉLAR YFIR ÍSLANDI

HERFLUGVÉLAR YFIR ÍSLANDI

Sennilega er verið að bæta í bakkafullan lækinn með því að fjalla um   “loftrýmisgæslu”   NATÓ við Ísland, en síðustu gæslulotunni fer nú senn að ljúka. Ég hef séð að minnsta kosti tvær fréttir um málið. Eflaust hafa þær verið miklu fleiri. Flugsveitin, sem er frá breska flughernum, telur 120 manns og hefur á að skipa fjórum þotum af gerðinni Eurofighter Typhoon. Í Fréttablaðinu á miðvikudag er haft eftir foringjanuum ...
BÓNDINN OG GRANNAR HANS: SVONA EIGA MENN AÐ VERA!

BÓNDINN OG GRANNAR HANS: SVONA EIGA MENN AÐ VERA!

Fréttablaðið átti eina skemmtilegustu frétt síðustu daga, ef ekki þá skemmtilegustu. Hún fjallar um ungan bónda, Kristófer Orra Hlynsson, sem nýlega hóf búskap norður í Fljótum í Skagafirði á býli sem áður hafði verið í eyði. Í fréttinni segir frá dugnaði og bjartsýni hins unga manns, nýfundinni ástinni  („hún hefur sem betur fer gaman af búskapnuum…” ), en líka frá viðtökunum í sveitinni ...
OF EÐA VAN: FJÖLDAFANGELSUN EÐA FLÓTTI

OF EÐA VAN: FJÖLDAFANGELSUN EÐA FLÓTTI

Ég er hjartanlega sammála   Andra Snæ Magnasyni   þegar hann spyr í bók sinni   Um tímann og vatnið   hvort Ísland eigi að vera   “mús sem læðist”   eða hvort okkur beri “ skylda til að styðja þá sem eru undirokaðir.”  Svar Andra Snæs er afdráttarlaust eins og við var að búast. Þess vegna segir hann að hlálegt hafi verið að sjá leiðtoga landsins leggja á flótta við komu   Dalai Lama   andlegs leiðtoga Tíbet hingað til lands vorið 2009.   “Mér þótti flótti ráðamanna umhugsunarverður, hver er tilgangur sjálfstæðis Íslands eða lýðræðisþjóða almennt ef þau standa ekki með rétti hins veika andspnis hinum sterka...
AUÐVITAÐ Á AÐ LEYFA NAFNLEYND

AUÐVITAÐ Á AÐ LEYFA NAFNLEYND

Í útvarpi heyrði ég viðmælanda fréttamanns réttlæta kvöð á nafnbirtingu með því að í henni fælist aðhald gagnvart hinu opinbera. Þetta held ég að geti verið rétt. Til dæmis ef hunsa á hæfa umsækjendur. Þá er eðlilegt að öllum sé kunnugt um að þeir hafi boðið fram starfskrafta sína. Öllum megi þá ljóst vera að gengið hafi verið framhjá þeim. Ef umsækajndi hins vegar óskar nafnleyndar þá á að virða þá ósk. Þá eru líka fallin út aðhadsrökin. Hæfir umsækjendur sækja iðulega ekki um starf  ...
TÖKUM AF ÞEIM KVÓTANN – ÞAÐ LIGGUR Á!

TÖKUM AF ÞEIM KVÓTANN – ÞAÐ LIGGUR Á!

... Eitt er að þessir menn leyfi erlendum fjármálamönnum að fjárfesta í eigin rekstri. En ekki í sjávarauðlindinni okkar. Það er að sjálfsögðu kvótinn sem braskarar þessa heims sækjast eftir. Tökum hann af þeim áður en þeir eyðileggja meira. Sjá nánar ...
TEKST AÐ HEMJA SPILAVÍTIS-DJÖFULINN?

TEKST AÐ HEMJA SPILAVÍTIS-DJÖFULINN?

Enn er komin hreyfing á baráttuna gegn spilavítum. Einstaklingar hafa stigið hafa fram, ég nefni   Guðlaug J. Karlsson   sem hefur í nokkur ár sýnt gríðarlega staðfesu og hugrekki í baráttu sinni að fá niðurstöðu dómstóla um ólögmæti spilavíta hér á landi ... Þarna hefur Guðlaugur tekið við kyndlinum af   Ólafi M. Ólafssyni   sem um árabil hefur beitt sér í sömu veru af óbilandi krafti. ...   Þá hefur verið eftirtektarvert að fylgjast með baráttu  Ölmu Bjarkar Hafsteinsdóttur , sem hefur komið fram í fjömilum á hugrakkan og kraftmikinn átt ...
MÍN SÝN Á HEIMSSÝN

MÍN SÝN Á HEIMSSÝN

Ávarpsorð á fundi félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum: Í eftirfarandi ávarpsorðum mínum á þessum hátíðarfundi Heimssýnar í tilefni eitt hundrað og eins árs afmælis fullveldis á Íslandi langar mig til að gera grein fyrir þremur þönkum sem stundum hafa leitað á mig að undanförnu. Sá fyrsti tengist Heimssýn, nafni þessa félagsskapar. Síðan langar mig til að fara fáeinum orðum um það hvers vegna ég styrkist í þeirri vissu að okkar málstaður muni hafa betur þegar fram í sækir. Í þriðja lagi vil ég nefna hve mikilvægt ég tel það vera að við leiðréttum það ranghermi að  ...