Fara í efni

Greinar

KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI

KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI

Um það bil 250 Kúrdar eru í mótmæla-svelti í Tyrklandi - utan og innan fangelsismúra – og víðsvegar um heiminn. Mótmælt er pólitískum fangelsunum og öðrum mannréttindabrotum í Tyrklandi. Í Strasbourg eru 15 einstaklingar í slíku mótmæla-svelti og hafa verið frá því í byrjun desember. Ég heimsótti þá í dag en það geri ég í tengslum við Tyrklandsferð mína og átta annarra einstaklina sem hefst á morgun. Þrjú okkar fljúga frá Frankfurt í fyrramálið en ...
AÐ LAGA VERULEIKANN AÐ EIGIN HAGSMUNUM

AÐ LAGA VERULEIKANN AÐ EIGIN HAGSMUNUM

Birtist í DV 09.02.19. Í vikunni kom fram að ríkisstjórn Íslands styður þá ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að skipta um ríkisstjórn í Venesúela, það sem á ensku er kallað „regime change“ og var áður gert í Írak og Líbíu og reynt í Sýrlandi en án árangurs þar ef frátaldar eru afleiðingarnar. En varla flokkast þær undir árangur, öllu heldur ólýsanlegar hörmungar...
ÞAKKIR TIL KVEIKS

ÞAKKIR TIL KVEIKS

Það er þakkarvert framtak af hálfu Sjónvarpsins að sýna okkur heimildarmynd Arnars Þórs Þórissonar, dagskrárgerðarmanns Kveiks, og kvikmyndagerðarkonunnar Katrínar Ólafsdóttur, um Hauk Hilmarsson, sem tekin var í Rojava. Ritstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, og að sjálfsögðu fjöldi annarra, kom að þessu verki og eiga þakkir skilið. Minningu Hauks Hilmarssonar, unga baráttumannsins, sem fylgdi hugsjónum sínum eftir...
FUNDURINN MEÐ EVU, BERTU OG JÓNI KARLI

FUNDURINN MEÐ EVU, BERTU OG JÓNI KARLI

Á fundi í Safnahúsinu/þjóðmenningarhúsinu hinn nítjánda janúar fluttu þau okkur fróðlegt en jafnframt  hrollvekjandi efni kanadíska fréttakonan Eva Bartlett, um fréttaflutning frá Palestíu og Sýrlandi, Jón Karl Stefánsson um fréttaflutning af valdaskiptunum í Líbíu og Berta Finnbogadóttir tók dæmi um hvernig má misbeita fréttamiðlum og hvernig það hefur verið gert! Fundurinn var auglýstur undir yfirskriftinni  ...
SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

Tilkynnt hefur verið að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að hlýða kalli um að fylkja sér á bak við ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hrekja núverandi forseta Venesúela frá völdum og setja mann sér þóknanlegan í hans stað. Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og tilraunir til valdaskipta í Írak, Líbíu, Sýrlandi og nú Venesúela, svo nýjustu dæmin séu nefnd, væri nóg til að íslensk stjórnvöld sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés. Í öllum þessum dæmum var gerandinn ...
GEYMSLULAUS HÚS OG BÍLALAUSAR GÖTUR

GEYMSLULAUS HÚS OG BÍLALAUSAR GÖTUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 02/03.01.19. Ímyndum okkur auðkýfing sem lendir á einkaþotu sinni á Heathrowflugvelli í London. Hann er fljótur frá borði í krafti forréttinda sinna en þegar hann ætlar að komast inn í miðborgina kárnar gamanið því einkabílstjórinn hans kemst einfaldlega ekkert hraðar en við hin. Það eru ekki margir geirar samfélagsins þar sem svo háttar að ekki er hægt að ...
INNFLUTNINGSVERSLUNIN RÆÐIR AÐALATRIÐI OG AUKAATRIÐI

INNFLUTNINGSVERSLUNIN RÆÐIR AÐALATRIÐI OG AUKAATRIÐI

Birtist í Fréttablaðinu 31.02.19. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif.  Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu ...
UPPLÝSANDI JÓN KARL UM VENESUELA

UPPLÝSANDI JÓN KARL UM VENESUELA

Jón Karl Stefánsson birtir að nýju vandaða og upplýsandi grein á heimasíðu minni, að þessu sinni um Venesúela ... Sú grein sem Jón Karl Stefánsson birtir nú á heimasíðunni er á ensku og hefur hún farið í dreifingu erlendis, m.a. á vefnum COUNTER CURRENTS.ORG ...
HVERNIG VÆRI AÐ SENDA KÖFUNARLEIÐANGUR Í FINNAFJÖRÐ?

HVERNIG VÆRI AÐ SENDA KÖFUNARLEIÐANGUR Í FINNAFJÖRÐ?

Spjallað var um Vestnorrænaráðið í útvarpi í morgum. Það var fróðleg og ágæt umræða þeirra morgunhana Óðins Jónssonar og Björns Þorlákssonar við þingmennina Bryndísi Haraldsdóttur og Guðjón Brjánsson. Inn í umræðurnar fléttaðist Finnafjörður og könnun/áform(?) um stórskipahöfn þar. Þetta nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar, sagði sjálfstæðiskonan Brynhildur. Þáttastjórnendur sögðu þetta vera spennandi mál og ...
Í DAG HEFUR “ALÞJÓÐASAMFÉLAGIД ÁHYGGJUR AF VENESUELA, Í GÆR VAR ÞAÐ LÍBÍA

Í DAG HEFUR “ALÞJÓÐASAMFÉLAGIД ÁHYGGJUR AF VENESUELA, Í GÆR VAR ÞAÐ LÍBÍA

Og nú er Líbía gleymd. Þó ekki alveg.   Jón Karl Stefánsson   skrifar stórmerkilega grein á heimasíðu mína um “frétta”-flutning af valdaráni NATÓ í Líbíu árið 2011.  Hann orðar það ekki svona. Það geri ég. Jón Karl kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að frásagnir í fjölmiðlum í okkar heimshluta af árásum NATÓ á Líbíu hafi byggst á ósannindaherferð sem hafi verið þaulskipulögð til að blekkja almenning.  Í lokaorðum hans er fólginn þungur áfellisdómur ...