Fara í efni

Greinar

ÞESS VEGNA SEGI ÉG NEI VIÐ ORKUPAKKA 3

ÞESS VEGNA SEGI ÉG NEI VIÐ ORKUPAKKA 3

... Í þessari stuttu umsögn vil ég leggja áherslu á félagslegar forsendur málsins og vara við því að einblína um of á þennan tiltekna pakka heldur skoða þá vegferð sem Evrópusambandið boðaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um markaðsvæðingu raforkunnar. Alltaf hefur legið ljóst fyrir hvert vegferðinni er heitið og eru orkupakkarnir svokölluðu aðeins vörður á þessari leið sem mun enda í samræmdu evrópsku raforkukerfi sem starfar á markaðsvísu undir miðstýðru eftirliti. Markaðsvæðing raforkunnar og vatnsins hefur verið óvinsæl í Evrópu ...  
VERKALÝÐSHREYFINGUNNI BER AÐ BEITA SÉR Á ALÞJÓÐAVÍSU

VERKALÝÐSHREYFINGUNNI BER AÐ BEITA SÉR Á ALÞJÓÐAVÍSU

Birtist í Sameyki, fréttabréfi Stéttarfélags í Almannaþjónustu, maí 2019. Ástæður þess að samtök launafólks ættu að taka þátt í alþjóðlegu starfi eru af tvennum toga. Annars vegar til að gæta hagsmuna þeirra sem þau voru stofnuð til að standa vörð um og hins vegar til að sýna í verki samstöðu um góðan og verðugan málstað.  Á alþjóðavísu er sífellt verið að festa...
FYRSTI MAÍ HJÁ STEFNU Á AKUREYRI

FYRSTI MAÍ HJÁ STEFNU Á AKUREYRI

Það er ánægjuefni að sækja fund Stefnu, félags vinstri manna, og það á sjálfum degi verkalýðsins, 1. maí. Sunnan heiða hefur Stefna legið í dvala um langt skeið en æ oftar heyrast raddir um að bera þurfi að nýju glóðir að félagsstarfi Stefnu. Þá hafa menn horft til Akureyrar um hið góða fordæmi og rauðan logann sem þar brann og brennur enn. Í mínum huga táknar Stefna ...
HJÁ STEFNU Á AKUREYRI 1. MAÍ

HJÁ STEFNU Á AKUREYRI 1. MAÍ

Stefna, félag vinstri manna, efnir til fundar á Hótel KEA á Akureyri á morgun, 1. maí og mun þetta vera í tuttugasta skiptið sem félagið efnir slíks fundar þar enda ekki stofnað fyrr en á vordögum 1998.  F undurinn hefst klukkan 11 og er öllum opinn, m.a. auglýstur á ...
KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?

KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.04.19. Ég veit að það er ekki til vinsælda fallið og þá allra síst á fjölmiðlunum að líkja þeim við dauðyfli. En hvað á að kalla þá fjölmiðla sem hafa ekki kafað í þessi Finnafjarðaráform? Sveitarstjórnir nyrðra – í Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð - segja að ekki sé hægt að horfa fram hjá “atvinnutækifærinu” sem felist í því að gera Finnafjörð að stórskipahöfn, sjálfri siglingamiðstöð norðurhvels jarðarkringlunnar. Hvorki meira né minna! ...
BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

Fréttablaðið greindi frá því fyrir fáeinum dögum að ASÍ og BSRB leggist gegn frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið. Frumvarpið er þrengjandi. Þrengir að launafólki og þeirri viðleitni að halda alla vega nokkrum andartökum á árinu þar sem fjölskyldur geta verið saman án þess að einhverjir séu að vinna. Eins og alltaf eru einhver sem þurfa að vinna, einfaldlega vegna þess að þau gegna slíkum störfum að án þeirra gætum við varla verið, heilbrgðisþjónustan og löggæslan eru dæmi þar um og vissulega hefur ferðamennskan fært þessi landamæri út og við því er lítið að gera en framhjá því verður á hinn bóginn ekki horft að  ...
FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

Markaðsvæðing kallast það þegar reksrarformum er breytt þannig að þau lúti lögmálum framboðs og eftirspurnar í stað þess að samfélagsleg markmið séu höfð að leiðarljósi KJÓSI MENN SVO. Hvers vegna í hástöfum,   KJÓSI MENN SVO?  Vegna þess að opinberan rekstur má hæglega láta haga sér á markaðsvísu standi hugur til þess. Hafi hins vegar regksrtarformum verið breytt, starfsemin færð í form einkafyrirtækja eða hlutfélaga, þá eru þau jafnframt ...
ANGÚSTÚRA: EINS OG AÐ BÍÐA EFTIR BÍTLAPLÖTUNUM

ANGÚSTÚRA: EINS OG AÐ BÍÐA EFTIR BÍTLAPLÖTUNUM

... Og rétt í þessu kom inn um póstlúguna nýjasta afurðin,   Glæpur við fæðingu,   eftir ungan suður-afrískan rithöfund   Trevor Noah   í þýðingu   Helgu Soffíu Einarsdóttur . “Glæpurinn” var að eiga móður og föður af ólíkum hörundslit en á tímum aðskilnaðarstefnunnar var það refsivert í Suður- Afríku.   “Ef móðir mín hafði eitt markmið í lífinu, þá var það að fresla huga minn”,  er haft eftir Trevor Noah. Viðbrögð við þessari bók benda til þess að fleiri hafi frelsast ...
GUÐLAUGUR ÞÓR OG ARI TRAUSTI VÍSI EKKI VEGINN

GUÐLAUGUR ÞÓR OG ARI TRAUSTI VÍSI EKKI VEGINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.04.19. Allar götur frá því um aldamót hefur Evrópusambandið verið að varða leiðina inn á markaðinn með rafmagn sem vöru. Samkvæmt fyrstu vörðunum var raforkuiðnaðurinn bútaður niður í einingar, meðal annars með því að aðskilja framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu. Síðan voru stigin skref til að láta þessar einingar haga sér á markaðsvísu og með síðustu vörðunni, 3. orkupakkanum, er stefnt að því að láta hinn nýja markað starfa á samræmdan hátt við innri markað Evrópusambandsins (ESB) fyrir raforku. Á þessari þróun verður enn hert með 4. orkupakkanum ...
RAFORKU-FUNDURINN Á MYNDBÖNDUM/YOUTUBE

RAFORKU-FUNDURINN Á MYNDBÖNDUM/YOUTUBE

...  Raforkufundinum sem haldinn var síðastliðinn laugardag í Þjóðmenningarhúsinu (Safnahúsinu) var streymt beint en hljóðgæði ekki sem skyldi. Nú hefur verið úr þessu bætt og myndskreyting að sama skapi. Ég þakka þeim sem unnu að þessu kærlega fyrir þeirra framlag ...