Fara í efni

Greinar

KONA FER Í STRÍÐ

KONA FER Í STRÍÐ

Það liggur við að ég skammist mín fyrir að vera fyrst núna að sjá mynd Benedikts Erlingssonar og félaga,   Kona fer í stríð.   En betra er seint en adrei og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Verðlaunaveitendur, á Norðurlöndum og víðar um heiminn, eru búnir að segja flest það sem segja þarf um þessa mynd með lofi sínu og prísi. Þá er fyrir okkur hin ...
SELJUM EKKI ÍSLAND!

SELJUM EKKI ÍSLAND!

Ég hvet ALLA til að undirrita undirskriftasöfnun sem hægt er að nálgast í gegnum netslóð hér að neðan. Hér gefst tækifæri til þess að skora á ríkisstjórn og Alþingi að setja lög sem sporna gegn stórfelldum uppkaupum á landi og að eignarhaldið færist út fyrir landsteinana. Ég fæ ekki annað séð en að þessar kröfur séu mjög vel ígrundaðar ...
FUNDAÐ Í GRENINU

FUNDAÐ Í GRENINU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.11.18. ... Bókaútgáfan Angústúra gaf nýlega út í íslenskri þýðingu bók eftir Juan Pablo Villalobos, Veislu í greninu. Þar segir frá lífi eiturlyfjabaróns og sonar hans í kastala sem baróninn hafði reist, víggirtum og svo miklum að þar var hægt að halda ýmis framandi dýr, ljón, tígrisdýr og slöngur ... 
TIL UMHUGSUNAR Á EINELTISDEGI

TIL UMHUGSUNAR Á EINELTISDEGI

Birtist á visir.is og frettabladid.is 08.11.18. H inn 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en tildrög þessa er samstarf sem við áttum fyrir tæpum áratug, á árinu 2009, þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ...

FINGRALÖNGUM ALLIR VEGIR FÆRIR

Í byrjun vikunnar mátti hlýða á samtal í útvarpi milli alþingismannanna Jóns Gunnarssonar og Bergþórs Ólasonar, sem báðir eiga sæti í samgöngunefnd Alþingis, um framtíðarsýn þeirra í vegamálum. Þeim Jóni og Bergþóri var mikið niðri fyrir. Vandinn væri gríðarlegur að vöxtum! Ég saknaði þess að ...
VISTKREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND

VISTKREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.10.18. ...  Hlýnun jarðar var að sjálfsögðu mál málanna á nýafstaðinni Arctic Circle ráðstefnu, hinni sjöttu sinnar tegundar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, stendur fyrir. Framtak Ólafs Ragnars er stórmerkilegt og hlýtur að teljast til afreksverka eins og þau gerast mest ...  Arctic Circle er merkilegt framlag Íslands til umræðu sem er mannkyninu öllu lífsnauðsynleg í óhugnanlega bókstaflegri merkingu. Valkostirnir eru vistkreppa eða náttúruvernd eins og Hjörleifur Guttormasson sagði fyrir tæpri hálfri öld. Því miður reyndist hann sannspár ...

"JÁ, EN AMMA ...?

Birtist í Fréttablaðinu 23.10.18. S endiherrar átta NATO-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að ...
Píratar _ RUV

ÚTI Á ÞEKJU Í BOÐI RÚV OG PÍRATA

Eitt er víst að úti á þekju eru fréttastofa Ríkisútvarpsins og fulltrúi Pírata hjá Evrópuráðinu þegar kemur að málefnum Rússlands og Evrópuráðsins.
MBL  - Logo

INDEFENCE: GLEYMDA AFMÆLISBARNIÐ

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.10.18.. Tíu ár eru frá því að ríkisstjórn Bretlands sendi út opinbera yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar væru hryðjuverkaþjóð og vorum við þar með, í London alla vega, komin undir sama hatt og Al Kaeda og Norður-Kórea.
FB logo

AÐGANGSEYRIR AÐ ÞINGVÖLLUM

Birtist i Fréttablaðinu 11. október 2018.. Nú á dögum koma fæstir gangandi, hjólandi eða ríðandi til Þingvalla.