ÞARF AÐ EFLA KOSTNAÐARVITUND FÁTÆKRA BARNA?
03.02.2006
Nokkrar umræður hafa spunnist í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem jafnframt skipar efsta sætið á lista VG í Reykjavík, vakti máls á því í Morgunblaðsgrein að efnahagur foreldra kynni að valda því að stór hópur barna fengi ekki heitar máltíðir í skólum í Reykjavík.