04.04.2006
Ögmundur Jónasson
Í dag var haldinn fjölmennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins. Lögfræðingur BSRB, Erna Guðmundsdóttir, fór yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og gengur út á að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Á fundinum flutti útvarpsstjóri , Páll Magnússon, einnig ávarp svo og ég sem sótti fundinn sem formaður BSRB. Fulltrúar BHM og Rafiðnaðarsambandsins sóttu einnig fundinn. Einkum voru það réttindamál starfsmanna sem voru til umræðu og gerðu starfsmenn Ríkisútvarpsins alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar.