HAFA MENN NOKKUÐ GLEYMT?
12.05.2007
Hafa kjósendur nokkuð gleymt Kárahnjúkadeilunni, svikunum við aldraða og öryrkja, einkavinavæðingunni, S-hópnum, Íraks-innrásinni, biðlistunum á hjúkrunarstofnanir og skattamismununinni?Hafa menn nokkuð gleymt því að á undanförnum 12 árum hafa komið brestir í velferðarkerfið vegna stjórnvaldsaðgerða? Hafa menn nokkuð gleymt því að eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þurrkaði út félagslega þætti húsnæðislöggjafarinnar er útilokað fyrir efnalítið fólk að eignast húsnæði – slíkir eru okurvextirnir - eða leigja á rándýrum markaði því húsaleigubæturnar hafa verið frystar?Hafa menn nokkuð gleymt því að gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hefur aukist jafnt ogt þétt með þeim afleiðingum að efnalítið fólk veigrar sér við því að leita lækninga? . Hafa menn nokkuð gleymt því að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa skert barnabætur um milljarða króna á stjórnartíma sínum?Hafa menn nokkuð gleymt því að þúsundum einstaklinga hefur verið útskúfað úr samfélaginu vegna fátæktar? Það á ekki aðeins við um öryrkja og aldraða.