12.06.2007
Ögmundur Jónasson
Félag flugum-ferðarstjóra hefur fengið aðild að BSRB. Loftur Jóhannnson, formaður félagsins segir á heimasíðu BSRB að flugumferðar-stjórar hafi í gegnum árin notið góðs af starfi BSRB, einkum á sviði lífeyrisréttinda og annarra réttinda opinberra starfsmanna og vilji af þeim sökum efla samtökin: “Það gildir að standa saman þegar barist er fyrir sameiginlegum hagsmunum.” Það er mikið ánægjuefni fyrir BSRB að fá flugumferðarstjóra inn í heildarsamtökin og verður tvímælalaust til að efla þau.