12.12.2013
Ögmundur Jónasson
Birtist í DV 10.12.13.. Á Alþingi hefur verið upplýst að ein megin ástæðan fyrir því að ákveðið hefur verið að lögþvinga Orkuveitu Reykjavíkur til að aðskilja starfsemi sína í einingar ( sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu"), sé sú að aðrar veitustofnanir í landinu séu þessa fýsandi.. . Öllum skal gert jafn erfitt fyrir. Fyrst þær hafi verið þvingaðar inn í slíkt ferli þá skuli einnig hið sama gilda um OR.