LÁNTAKENDUR, HÁTTVIRTIR OG SPILAVÍTI Á BYLGJUNNI
16.09.2013
Í morgun mætti ég ásamt Brynjari Níelssyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, í morgunþátt Bylgjunnar, Í Bítið, að ræða það sem efst er á baugi þessa dagana.. Fyrir valinu varð að ræða hugmyndir sem fram hafa verið settar um að loforð ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu muni skapa stjórnarskrárvarinn eignarrétt.