ÞÖRF Á OPINSKÁRRI UMRÆÐU OG SÍÐAN YFIRVEGAÐRI NIÐURSTÖÐU
19.03.2019
Í fréttum ber það helst að Dómstólasýslan ræðir tillögur um hvort fjölga eigi í Landsrétti um fjóra. Hvers vegna? Vegna þess að fyrirsjáanlegt sé að fjórir dómarar þar verði óvirkir. Þetta kemur fram í máli Benedikts Bogasonar formanns stjórnar Dómstólasýslunnar í blaðaviðtali. Það er bara einn hængur á og hann er sá að dómararnir fjórir eru allir með skipunarbréf til staðfestingar á því að þeir séu skipaðir dómarar samkvæmt lögum á Íslandi ...