Í gær gerðu einhverjir fjölmiðlar frétt úr því að ég hefði hraðað mér úr Stjórnarráðinu - og gott betur - verið á hlaupum þegar ég yfirgaf húsið eftir ríkisstjórnarfund.
Í vetur hækkuðu stöðumælagjöld við Leifsstöð. Hvers vegna? Jú, vegna þess að skorið hafði verið niður við Isavia sem rekur flugstöðina og henni gert að skila meira af aflafé sínu í ríkissjóð.
Forsíðu - STÓRFRÉTT Fréttablaðsins í dag er um fangelsi í Víðinesi. Samkvæmt „heimildum" blaðsins hafi verið rætt um það á ríkisstjórnarfundi í gær að í stað þess að reisa nýtt fangelsi eins og lengi hefur verið í kortunum, eigi nú að umbylta húsnæðinu í Víðinesi í þessu skyni.
Hinir mætu útvarpsmenn Ævar Kjartansson og Jón Ormur Halldórsson ræddu við Jón Baldvin Hannibalsson um helgina. Sjálfur er ég ekki enn búinn að hlusta á þáttinn en hef lesið umfjöllun um hann (sjá slóðir að neðan), m.a.
Birtist í Fréttablaðinu 27.07.11. Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22.
Birtist í DV 25.07.11.. Ég gef mér að No Borders samtökin starfi í þeim anda, sem heiti samtakanna ber með sér, nefnilega að fólki skuli ekki torveldað að fara yfir landamæri og að þeir sem eru á flótta undan ranglæti fái hæli.
Ég hef stundum dáðst að því hve nýtinn maður Þorsteinn Pálsson er. Sem kunnugt er hefur þessi fyrrverandi ráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, ritsjóri og sendiherra með meiru, tekið að sér að vera fastur dálkahöfundur helgarútgáfu Fréttablaðsins og hefur hann þakið leiðarasíðu blaðsins með skrifum sínum um nokkurt skeið.