Egill Helgason segir í psitli sínum á Eyjunni að sér finnist leiðari í Economist vera umhugsunarverður, en þar eru tíunduð hugsanleg „mistök" kjósenda („what has gone wrong") í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kaliforníu: sjá hér: http://silfuregils.eyjan.is/2011/04/22/the-economist-laerdomurinn-fra-kaliforniu/. Kaliforníubúar eru þannig taldir samkvæmt Economist hafa gert „mistök" í slíkum kosningum og þá væntanlega einhverjir aðrir líka.
Fyrir ekki svo ýkja löngu vöktu mikla athygli hugmyndir, reifaðar í sjónvarpi og blöðum, um nýja nálgun á skipulagsmál í Reykjavík og bæjum og borgum almennt.
Ekki man ég í augnablikinu hvaða hugtak Danir nota um forræðishyggju. En skilgreininguna á forræðishyggju fengu danskir sjónvarpsáhorfenfur í skrafi tveggja fyrrum danskra stjórnmálamanna sem dóseruðu um íslensk stjórnmál í dönsku sjónvarpi og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá í kvöld.. Þeir Uffe Elleman Jensen og Mogens Lykketoft töluðu niðrandi til íslenskra kjósenda og lýðræðisins almennt.
Sá í gærkvöldi annan hluta myndar Erlendar Sveinssonar, Draumurinn um veginn, pílagrímsganga Thors Vilhjálmssonar eftir norðurhluta Pýrenaeaskagans í átt að Santiago de Compostela, vestast á Norður Spáni.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mætti í gær úr fæðingarorlofi og stóð ég og fleiri í þeirri trú að hún tæki að nýju við sem þingflokksformaður einsog hún var þegar hún fór í fæðingarorlofið.