Gárungarnir segja að ég hafi ávarpað stórfund á Patreksfirði á dögun með þessum orðum, góðir hálsar. Þá hafi fundarmenn gengið af fundi í mótmælaskyni.
Mörkin á milli „stjórnmála" og „fagmennsku" eru ekki alltaf skýr. Á undanförnum árum hefur tilhneigingin verið sú að freista þess að minnka áhrifasvæði stjórnmálamanna.
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, afhenti í gær árlega húmanistaviðurkenningu sína. Hana hlaut Páll Óskar Hjálmtýsson en hann hefur um árabil barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra.
Undiraldan á Landsþingi VG var þung: Varið ykkur á að ganga of langt í niðurskurði. Sumir hömruðu á að þegar hefði verið gengið of langt og vildu setja inn í ályktun um heilbrigðismál að niðurskurðurinn hefði þegar valdið óheppilegum uppsögnum og minnkandi þjónustu.
Í vikunni sem leið hitti ég í London, þjóðfélagsrýninn Brendan Martin. Hann er fræðimaður, mörgum Íslendingum að góðu kunnur; kom hingað til lands í boði BSRB fyrir nokkrum árum til að ræða um skipulag opinberrar þjónustu og var erindi hans gefið út í örbæklingi á vegum bandalagsins.