
VIÐTÆKIÐ EÐA HEYRNIN?
16.09.2010
Sigurður Kári Kristjánsson er einn skemmtilegasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ég er sjaldan sammála honum en hann er sjálfum sér samkvæmur og varðveitir enn glóð hins unga hugsjónamanns.. En einmitt vegna þess að hann er ekki aldurhniginn maður og ætti enn að hafa sæmilega heyrn þá brá mér við pistil hans í gær þar sem hann fjallar um viðtal við mig í morgunútvarpi RÚV í gær.