Fara í efni

Greinar

EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

Í Fréttablaðinu á dag segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginnni að nú sé rétti tíminn til að selja Gagnaveituna. Fram hefur komið í fréttum að á könnu  hennar séu grunnkerfi fjárskipta á suðvesturhorninu. Og Sjálfstæðisflokkurinn vill koma þessari mjólkurkú í hendur gróðafla. Nú séu “kjöraðstæður”. Ætli við höfum ekki heyrt þetta áður? Við höfum heyrt þetta sagt nánast í hvert sinn sem ...
HVERNIG VÆRI AÐ KJÓSA AFTUR OG SVO AFTUR?

HVERNIG VÆRI AÐ KJÓSA AFTUR OG SVO AFTUR?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.10.21. Hálf dapurlegt er að fylgjast með vandræðaganginum yfir úrslitum kosninganna. Eða öllu heldur við að finna það út hver úrslitin raunverulega voru. Öllum er eiginlega vorkunn. Og ekkert okkar kann ráð sem allir yrðu sáttir við. Spurt er hvort telja eigi aftur eða kjósa eigi aftur eða láta gott heita við svo búið. Ég hef helst verið á því síðastnefnda en er nú að hallast að valkosti sem mér finnst hafa margt til síns ágætis ...
HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

...  Það sem mér finnst stórfenglegast er “að ef end­an­leg­ir samn­ing­ar ná­ist muni Sím­inn og Ardi­an einnig vinna með hinu op­in­bera að upp­lýs­inga­gjöf og  ör­ygg­is­mál­um   varðandi hags­muni lands­manna.   Þegar séu und­ir­bún­ingsviðræður að slíku fyr­ir­komu­lagi hafn­ar, en þar er um að ræða að tryggja að rekst­ur innviða fé­lags­ins sam­rým­ist þjóðarör­ygg­is­hags­mun­um."  Er það samgönguráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, sem á í þessum viðræðum eða er það Þjóðaröryggisráðið með Katrínu Jakobsdóttur formann VG og Guðlaug Þór Sjálfstæðisflokki innanborðs sem ræða þessi mál?  ...  Nú segir Katrín Jakobsdóttir i fréttum að það sé verið að kanna hvernig hægt sé að tryggja þjóðarhagsmuni "óháð eignarhaldi." Því er fljótsvarað: Það er ekki hægt. 
HVER SAGÐI UGLUNNI FRÁ MÚSINNI?

HVER SAGÐI UGLUNNI FRÁ MÚSINNI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09.10.21. Svona myndi náttúrufræðingur aldrei spyrja. Hann vissi að svo flókið er viðfangsefnið að það sé ekki á færi nokkurs manns að finna við því fullnægjandi svar. Mér finnst spurningin samt áhugaverð. Og hennar hef ég spurt áður. Það gerði ég þegar ég ítrekað fór að verða var við uglu austur í sveitum þar sem ég stundum kem. Einfalda svarið var mér sagt að væri ...
DAGUR SEM Á AÐ HAFA LIT

DAGUR SEM Á AÐ HAFA LIT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.09.21. ... Litasmekkur manna er mismunandi, líka í pólitíkinni. Sjálfur er ég gefinn fyrir sterka liti. Grænn má vera grænn og blár má vera blár mín vegna en rauður á að vera rauður og það alveg í gegn. Ef pólitísku litirnir dofna þá mun líka dofna yfir deginum sem við mörg hver viljum gjarnan halda sem degi til að gera okkur dagamun á ...
UM GUNNAR SMÁRA OG KVÓTANN HEIM

UM GUNNAR SMÁRA OG KVÓTANN HEIM

... Ég leyfi mér að fullyrða að áhuginn á persónu og mannorði Gunnars Smára Egilssonar er ekki sagnfræðilegur, hvað þá siðferðilegur. Áhuginn snýr að því sem Gunnar Smári segir í dag, ekki því sem hann kann að hafa sagt í gær. Og þá liggur beint við að spyrja. Hvers vegna ekki ráðast á manninn beint fyrir það sem hann hefur til málanna að leggja núna? Gæti verið að menn vilji forðast þá umræðu? Og hver skyldi sú umræða vera? Ég gef mér að það sé kvótinn ... 
TAKK FYRIR SVARIÐ

TAKK FYRIR SVARIÐ

Ekki set ég þessi orð á blað til þess að stðyja eða lasta einstaka stjórnmálaflokka heldur einvörðungu til stuðnings baráttu samtaka sem ég ber mikla virðingu fyrir: Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Ég vakti athygli á því í blaðagrein fyrir skömmu að samtökin hefðu óskað eftir svörum framboða til Alþingis hvort þau tækju undir kröfu samtakanna um að spilakössum verði lokað. Við þessu brást Guðmunudur Ingi Kristinsson ...
SKATTALÆKKUN Í BOÐI ÞEIRRA  - VARLA

SKATTALÆKKUN Í BOÐI ÞEIRRA  - VARLA

Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru nú víða hangandi uppi. Þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru þessa dagana á strætóskýlum víða á höfðuborgarsvæðinu, brosandi á bláum plakötum að lofa skattalækkunum. Þannig vill Sjálfstæðisflokkurinn að þeir hangi uppi. Ekki eru þeir félagarnir þó mjög sannfærandi. Að minnsta kosti ekki gagnvart þeim sem ...
NEFND HEFUR VERIÐ NEFND

NEFND HEFUR VERIÐ NEFND

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 11/12.09.21. ...  Er þá komið að máli málanna. Hvernig skyldu framboðin til Alþingis ætla að svara spurningu Samtaka áhugafólks um spilafíkn? Styðja þau lokun spilakassa eða gera þau það ekki? Já eða nei. Heyrst hefur að einhverjir flokkanna hyggist ...
STYRMIR GUNNARSSON KVADDUR

STYRMIR GUNNARSSON KVADDUR

Fyrstu samtöl sem við Styrmir Gunnarsson áttum voru ekki sérlega vinsamleg. Ritstjóra Morgunblaðsins þótti formaður BSRB vera yfirgangssamur og óvæginn í gagnrýni á blað hans og formanni BSRB þótti ritstjórinn draga taum markaðshyggjunnar langt umfram það sem réttlætanlegt væri. Svo leið tíminn. Hvorugur sló af í afstöðu sinni. En síðan fundust samnefnarar sem ekki sundruðu heldur sameinuðu. Það gerðist til dæmis þegar við Styrmir Gunnrsson vorum mættir ...