Fara í efni

Greinar

HERHVÖT HILDAR

HERHVÖT HILDAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.07.22. Um miðjan júlí birtist hressilega herská grein í Morgunblaðinu. Yfirgangur skógræktarböðlanna var fyrirsögnin. Sennilega er það þetta sem átt er við þegar talað er um gagnsætt tungumál. Samt segir þetta ekki allt um boðskap höfundarins, Hildar Hermóðsdóttur. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að því fer fjarri ... 
EN HVER ER REYNSLAN AF BOÐAÐRI LAUSN?

EN HVER ER REYNSLAN AF BOÐAÐRI LAUSN?

...Það er vandaverk að veita rekstrarfjármagni inn í heilbrigðiskerfi sem tekur stöðugum breytingum og þarf að sinna breytilegum þörfum. Það er því skiljanlegt að hin vélræna lausn þyki fýsileg í stofnun sem talað hefur fyrir daufum eyrum fjárveitingarvalds en einnig fyrir fjárveitingavaldið því hún firrir það ábyrgð ... Svo segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, sjá hér ...
TÍMAMÓT SEM VERÐSKULDA UMRÆÐU

TÍMAMÓT SEM VERÐSKULDA UMRÆÐU

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks hafa nú undirritað fyrir hönd skattgreiðenda og tilvonoandi vegatollsgreiðenda annars vegar og Ístaks hins vegar nýjan „tímamótasamning“ um vegaframkvæmdir. Hann er í anda  Nýju samvinnustefnunnar   sem Sigurður Ingi innviðaráðherra kynnti á dögunum í nafni ríkisstjórnarinnar og hefur hingað til gengið undir heitinu   einkaframkvæmd ...
VERÖLD SEM VAR OG SÚ SEM ER

VERÖLD SEM VAR OG SÚ SEM ER

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.07.22. ...  Hver tínir sitt til, ég fyrir mitt leyti vel það síðastnefnda, múgsefjun samhliða sinnuleysi og undirgefni. Hún hræðir mig meira en allt annað. Það versta er að hún veldur blindu. Þeir verða verst úti sem telja sig best sjáandi, þeir sem ...
UMRÆÐA UM KVÓTAKERFIÐ VERÐUR AÐ VERA TRÚVERÐUG

UMRÆÐA UM KVÓTAKERFIÐ VERÐUR AÐ VERA TRÚVERÐUG

..  En hvernig getur það farið saman að lýsa áhyggjum yfir þessu ránskerfi en halda engu að síður áfram að setja nýjar fisktegundir í kvóta eins og gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, nú síðast fyrir nokkrum vikum með sæbjúgu og sandkolann að fullu í kvóta. Þar áður var það hlýrinn  ...
TÍMARNIR BREYTAST OG MENNIRNIR MEÐ, EÐA…

TÍMARNIR BREYTAST OG MENNIRNIR MEÐ, EÐA…

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 02/03.07.22. Ef til vill ætti þetta að vera öfugt, að það séu mennirnir sem breytist og tímarnir með. Hvor nálgunin er rétt væri þá háð því hvort það er tíðarandinn sem breytir mönnunum eða mennirnir tíðarandanum. Auðvitað hlýtur að vera samspil þarna á milli. En fleiri fyrirvara þarf að hafa til að þetta gamla orðatiltæki gangi upp hvort sem er réttsælis eða rangsælis. Þar er sá mestur fyrirvarinn að ...
GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR

GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR

Miðvikudaginn 22. júní var haldinn svokallaður hliðarviðburður, „side-event“ á þingi Evrópuráðsins í Strasborg um málefni Kúrda ... Auk mín töluðu á fundinum í Strasborg Dilek Öcalan, þingmaður HDP flokksins, þriðja stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands sem Erdogan Tyrklandsforseti vill nú banna ... Þá talaði Raziye Öztürk, frá Asrin lögfræðistofunni  ... Í ljósi þess að tyrkneski stjórnarherinn herjar nú daglega á byggðir Kúrda ... þá rifjaði ég upp að hið sama væri að gerast þar nú og gerðist í árásum Tyrkjahers á bæi og borgir Kúrda innan landamæra Tyrklands á árunum 2015-16.  Þá eins og nú þagði heimurinn þunnu hljóði ...
Í MINNINGU ÖNNU ATLADÓTTUR

Í MINNINGU ÖNNU ATLADÓTTUR

Slæmt þótti mér að vera í útlöndum og geta ekki fylgt Önnu Atladóttur, samstarfskonu og vini til margra ára, til grafar síðastliðinn fimmtudag. Ég skrifaði hins vegar nokkur minningarorð um Önnu sem ég fékk birt í Morgunblaðinu á þessum degi og er þau að finna hér að neðan. Myndina sem fylgir þessum minningarorðum leyfði ég mér að taka af netinu en mér þykir hún falleg. Hún er frá ...
FINNST ÞÉR RIGNINGIN GÓÐ?

FINNST ÞÉR RIGNINGIN GÓÐ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.06.22. ...  Mér hef­ur alltaf þótt landa­mæri hins hlut­læga og hins hug­læga vera áhuga­verð enda ekki alltaf auðvelt að koma auga á þau. Stund­um er það þó þannig ...
VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

... Niðurstaðan í dag kemur ekki á óvart. Ég hafði einhvern tímann á orði að í raun væri það ekki Julian Assange sem biði eftir dómi heldur breska réttarkerfið. Síðan hef ég sannfærst um að breska réttarkerfið er ekki upp á marga fiska þegar stór-pólitískir hagsmunir eru í húfi. Og um það snýst mál Julian Assange, pólitíska hagsmuni ...