Á SLÓÐUM GUÐRÍÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR
14.07.2019
Reichenau er eyja sem gengur út í Bodensee vatnið, ekki langt frá borginni Konstanz sem er við landamæri Þýskalands og Sviss. Reichenau er kölluð eyja þótt hún sé landföst við meginlandið. Aðeins örgrannt eiði tengir eyju og land. Þarna er að finna þrjár ævagamlar kirkjur og þeim tengd voru klaustur einnig á fyrri tíð. Elsta kirkjan er frá áttundu öld en hinar tvær voru einnig byggðar mjög skömmu síðar og er þá að vísu hugsað í öldum. Mjög fróðlegt var að ...