
ALVÖRU FRÉTTAMAÐUR SKRIFAR
16.11.2019
Ég hvet lesendur til að lesa grein eftir Jonathan Steele, fyrrum helsta sérfræðing breska stórblaðsins Guardian í alþjóðamálum. Hann er kominn þaðan núna (enda Guardian kannski ekki eins eftirsóknarverður fjölmiðill og hann eitt sinn var, en Jonathan Steele er það svo sannarlega). Hér skrifar JS um rannsóknir á meintri eiturefnaárás á Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári sem varð þess valdandi að við (Íslendingar) og aðrar NATÓ þjóðir ákváðum að hefna með árásum á Sýrland. Vegna hlutdeildar okkar I árásarhernaði NATÓ ber okkur skylda til að setja okkur vel inn í þessi mál ...