ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?
16.05.2019
Í gærkvöldi hlustaði ég á umræðu á Alþingi um orkumálin. Ég hætti að hlusta um miðnættið þegar forseti hafði lýst því yfir að þingfundi yrði senn slitið – aðeins örfáar ræður enn. Við þetta var ekki staðið og umræðan keyrð áfram alla nóttina. Varð mér hugsað til fyrri tíma. Það geri ég líka þegar ég heyri umræðuna kallaða málþóf. En hvað skyldu menn vilja kalla það þegar stjórnendur þingsins standa ekki við gefin fyrirheit? Sitthvað sérkennilegt var sagt við þessa umærðu. Þar á meðal voru ræðuhöld um harðstjórn, nasisma og fasima. Ég saknaði þess að ...