Fara í efni

Greinar

ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?

ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?

Í gærkvöldi hlustaði ég á umræðu á Alþingi um orkumálin. Ég hætti að hlusta um miðnættið þegar forseti hafði lýst því yfir að þingfundi yrði senn slitið – aðeins örfáar ræður enn. Við þetta var ekki staðið og umræðan keyrð áfram alla nóttina. Varð mér hugsað til fyrri tíma. Það geri ég líka þegar ég heyri umræðuna kallaða málþóf. En hvað skyldu menn vilja kalla það þegar stjórnendur þingsins standa ekki við gefin fyrirheit? Sitthvað sérkennilegt var sagt við þessa umærðu. Þar á meðal voru ræðuhöld um harðstjórn, nasisma og fasima. Ég saknaði þess að ...
HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ

HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 15.05.19. ...  Þetta er ekki frum­leg hugs­un af minni hálfu því ná­kvæm­lega þess­um ráðum hef­ur Evr­ópu­sam­bandið og svo, því miður, rík­is­stjórn Íslands fylgt. Þetta verður auglóst þegar fram­vind­an er gaum­gæfð. Þar kem­ur ekk­ert á óvart nema að ekki hefði ég trúað því að óreyndu að Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð væri kom­in á þann stað sem hún er nú! Menn hljóta að spyrja hvort til standi að breyta nafn­inu í Hreyf­ing­in, fram­boð? Þá þyrfti líka að breyta skamm­stöf­un­inni á heiti flokks­ins til sam­ræm­is ...
FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS

FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS

... Í vikunni fór ég til Strasborgar ásamt einum öðrum þáttakanda úr Imrali sendinefndinni og áttum við fundi með fulltrúum framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Thorbjörns Jaglands og síðan fulltrúum CPT nefndarinnar sem hefur með höndum að sinna eftirliti með því að ýmis grundvallaratriði séu virt í fangerlsum, svo sem aðgangur að lögmönnum. Enda þótt ég færi til Strassborgar í umboði Imrali sendinefnadarinnar fór ég til Strassborgar á eigin vegum og ekki kostaður af neinum. Hér er frásögn af framangreindum fundum okkar Connors Hayes í vikunni Strassborg ...
ÞEGAR VOPNIN ERU KVÖDD

ÞEGAR VOPNIN ERU KVÖDD

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 11/12.05.19. ... Annar maður sem einnig var fangelsaður fyrir að leiða hryðjuverkasamtök er tyrkneski Kúrdinn Abdullah Öcalan.  Hann hefur nú setið í einangrun, einnig á eyju eins og Mandela, Imrali-eyju, í 20 ár, síðustu ár í algerri einangrun.   Fyrir fáeinum dögum fékk hann að hitta lögfræðinga sína í fyrsta skipti í átta ár. Þessi heimsókn hefur ekki orðið til þess að þær þúsundir, innan og utan fangelsismúra í Tyrklandi og víðar, hafi hætt ...
ÞESS VEGNA SEGI ÉG NEI VIÐ ORKUPAKKA 3

ÞESS VEGNA SEGI ÉG NEI VIÐ ORKUPAKKA 3

... Í þessari stuttu umsögn vil ég leggja áherslu á félagslegar forsendur málsins og vara við því að einblína um of á þennan tiltekna pakka heldur skoða þá vegferð sem Evrópusambandið boðaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um markaðsvæðingu raforkunnar. Alltaf hefur legið ljóst fyrir hvert vegferðinni er heitið og eru orkupakkarnir svokölluðu aðeins vörður á þessari leið sem mun enda í samræmdu evrópsku raforkukerfi sem starfar á markaðsvísu undir miðstýðru eftirliti. Markaðsvæðing raforkunnar og vatnsins hefur verið óvinsæl í Evrópu ...  
VERKALÝÐSHREYFINGUNNI BER AÐ BEITA SÉR Á ALÞJÓÐAVÍSU

VERKALÝÐSHREYFINGUNNI BER AÐ BEITA SÉR Á ALÞJÓÐAVÍSU

Birtist í Sameyki, fréttabréfi Stéttarfélags í Almannaþjónustu, maí 2019. Ástæður þess að samtök launafólks ættu að taka þátt í alþjóðlegu starfi eru af tvennum toga. Annars vegar til að gæta hagsmuna þeirra sem þau voru stofnuð til að standa vörð um og hins vegar til að sýna í verki samstöðu um góðan og verðugan málstað.  Á alþjóðavísu er sífellt verið að festa...
FYRSTI MAÍ HJÁ STEFNU Á AKUREYRI

FYRSTI MAÍ HJÁ STEFNU Á AKUREYRI

Það er ánægjuefni að sækja fund Stefnu, félags vinstri manna, og það á sjálfum degi verkalýðsins, 1. maí. Sunnan heiða hefur Stefna legið í dvala um langt skeið en æ oftar heyrast raddir um að bera þurfi að nýju glóðir að félagsstarfi Stefnu. Þá hafa menn horft til Akureyrar um hið góða fordæmi og rauðan logann sem þar brann og brennur enn. Í mínum huga táknar Stefna ...
HJÁ STEFNU Á AKUREYRI 1. MAÍ

HJÁ STEFNU Á AKUREYRI 1. MAÍ

Stefna, félag vinstri manna, efnir til fundar á Hótel KEA á Akureyri á morgun, 1. maí og mun þetta vera í tuttugasta skiptið sem félagið efnir slíks fundar þar enda ekki stofnað fyrr en á vordögum 1998.  F undurinn hefst klukkan 11 og er öllum opinn, m.a. auglýstur á ...
KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?

KOLEFNISSPOR Í FINNAFIRÐI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.04.19. Ég veit að það er ekki til vinsælda fallið og þá allra síst á fjölmiðlunum að líkja þeim við dauðyfli. En hvað á að kalla þá fjölmiðla sem hafa ekki kafað í þessi Finnafjarðaráform? Sveitarstjórnir nyrðra – í Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð - segja að ekki sé hægt að horfa fram hjá “atvinnutækifærinu” sem felist í því að gera Finnafjörð að stórskipahöfn, sjálfri siglingamiðstöð norðurhvels jarðarkringlunnar. Hvorki meira né minna! ...
BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

Fréttablaðið greindi frá því fyrir fáeinum dögum að ASÍ og BSRB leggist gegn frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið. Frumvarpið er þrengjandi. Þrengir að launafólki og þeirri viðleitni að halda alla vega nokkrum andartökum á árinu þar sem fjölskyldur geta verið saman án þess að einhverjir séu að vinna. Eins og alltaf eru einhver sem þurfa að vinna, einfaldlega vegna þess að þau gegna slíkum störfum að án þeirra gætum við varla verið, heilbrgðisþjónustan og löggæslan eru dæmi þar um og vissulega hefur ferðamennskan fært þessi landamæri út og við því er lítið að gera en framhjá því verður á hinn bóginn ekki horft að  ...