
TIL AÐ FYRIRBYGGJA ALLAN MISSKILNING
11.10.2019
Í gær fagnaði ég yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra Íslands, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þar sem árás Tyrkja á Rojava í Norður Sýrlandi er fordæmd. Ánægja mín stendur óhögguð – svo langt sem það nær. En þar skilja leiðir eins og kannski við var að búast. Í Morgunblaðinu í dag sér ráðherrann, þá væntanlega einnig fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, ástæðu til að taka það skýrt fram að hér sé ekki á nokkurn hátt verið að halla orði á NATÓ eða Bandaríkin. Bandaríkin hafi ekki ...