“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ
17.06.2019
Ég varði fyrrihluta þjóðhátíðardagsins í flugvél flugfélags sem einu sinni hét Flugleiðir og einhvern timann Flugfélag Íslands, en heitir nú Icelandair fyrir millilandahlutann og Iceland Connect fyrir hinn innlenda. Icelandair er þó ekki útlenskara en svo að í tilefni dagsins var um borð í vélinni boðið upp á súkkulaðiköku með íslenskum fána á lítilli stöng. Þetta var vel til fundið og kom öllum í gott skap, útlendingum jafnt sem Íslendingum. Síðan fékk maður ...