Fara í efni

Greinar

“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

Ég varði fyrrihluta þjóðhátíðardagsins í flugvél flugfélags sem einu sinni hét Flugleiðir og einhvern timann Flugfélag Íslands, en heitir nú Icelandair fyrir millilandahlutann og Iceland Connect fyrir hinn innlenda. Icelandair er þó ekki útlenskara en svo að í tilefni dagsins var um borð í vélinni boðið upp á súkkulaðiköku með íslenskum fána á lítilli stöng. Þetta var vel til fundið og kom öllum í gott skap, útlendingum jafnt sem Íslendingum. Síðan fékk maður ...
AÐFÖRIN AÐ WIKILEAKS: ER LONDON AÐ LOKA Á LÝÐRÆÐIÐ?

AÐFÖRIN AÐ WIKILEAKS: ER LONDON AÐ LOKA Á LÝÐRÆÐIÐ?

... Í vikunni var ég í London, tók þar þátt í ráðstefnu um þetta málefni undir heitinu   Imperialism on Trial.  Þar talaði ég ásamt fleirum en fundarstjórinn var  Goerge Galloway.  Ég sat einnig ásamt   Kristni Hrafnssyni , ritsjóra Wikileaks og lögmanni úr teymi Wikileaks, fyrir svörum á fréttamannafundi   Press Association   þar sem saman voru komnir um áttatíu fréttamenn víðs vegar að úr heiminum. Ég taldi sextán sjónvarpsmyndavélar og er það til marks um áhugann á málinu. Á miðvikudag var tekið upp viðtal við mig í myndveri   Russian Television   þar sem  ...
AUGLÝSINGASTOFA HEFÐI EKKI GERT BETUR

AUGLÝSINGASTOFA HEFÐI EKKI GERT BETUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.06.19. Nú er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að samþykkja matarinnflutningspakkann. Um er að ræða mál sem varðar stefnu Evrópusambandsins þannig að Samfylking og Viðreisn verða með stjórnarflokkunum og í ljósi sögunnar Píratar að líkindum líka.  Saga málsins er sú að   ...
VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

... Hvert hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins eiga fulltrúa á nefndinni en á fimm ára fresti heimsækja, fyrir hennar hönd, tveir nenfndarmenn ásamt starfsmönnum Evrópuráðsins sérhvert aðildarríkja Evrópuráðsins. Hinn nefndarmaðurinn var írskur, Michael Farrell að nafni, þekktur mannréttindalögfræðingur í Írlandi en lengi vel hafði hann búið á Norður-Írlandi.  Þetta var fyrsta heimsókn mín fyrir ECRI nefndina en áður hafði ég verið svipaðra erindagjörða í Moldóvu í nokkur skipti fyrir hönd þings Evrópuráðsins ...
AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

Í morgun ávapaði ég fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta Menntaskólans í Reykjavík stúdentahópinn sem nú útskrifast. Ég var í góðum félagskap því Páll Bergþórsson ávarpaði fyrir hönd sjötíu og fimm ára stúdenta, eldhress enda ekki langt síðan hann vakti þjóðarathygli fyrir frækið fallhlífarstökk! Alltaf gaman að hlusta á Pál Bergþórsson. Eftirfarandi er mitt ávarp ...
ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

Hin langa umræða um markaðsvæðingu raforkunnar á Íslandi er ekki það versta sem hent hefur á Alþingi Íslendinga.  Þvert á móti er margt jákvætt við hana. Hún sver sig í langa hefð um andóf minnihluta á þingi gegn umdeildum lagafrumvörpum þingmeirihluta. Ég nefni ...
MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

Á sunnudag var tekin ákvörðun um að ljúka mótmælasvelti innan og utan tyrkneskra fangelsismúra til að krefjast þess að einangrun Öcalans, leiðtoga Kúrda, yrði rofin.   Hann hafði ekki fengið að hitta lögmenn sína í átta ár þegar heimild var veitt fyrir stuttum fundi 2. maí síðastliðinn.   Það nægði ekki til að nær sjö þúsund þátttakendur í mótmælasveltinu létu af mótmælunum en eftir að annar fundur var heimilaður 22. maí sl. barst afdráttarlaus áskorun frá Öcalan um að mótmælunum yrði hætt enda árangur náðst! Athyglisvert er að ...
ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?

ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26. Orð dagsins er kolefnisjöfnun. Nú síðast hjá sjálfri þjóðkirkjunni. Í vikunni kom fram að hún ætlar að kolefnisjafna sjálfa sig eins og það heitir. Þetta er prýðilegt. Jákvæður vilji og svo umræðan um málefnið hefur án efa áhrif á breytni okkar til góðs. Það eru hinar stífu formúlur og kerfi sem hins vegar er ástæða til að gjalda varhug við. Siðareglur alþingismanna koma upp í hugann. Það sést strax og á að fara að beita þeim. En er þá umræðan um kolefnisjöfnun mikilvægari en jöfnunin sjálf? Umræðan er  ...
ÁVARP Á AUSTURVELLI UM ORKUPAKKANN

ÁVARP Á AUSTURVELLI UM ORKUPAKKANN

Í gær, laugardag, komu saman fyrir framan Alþingishúsið á Austuvelli nokkur hundruð manns að mótmæla Orkupakka 3 og þar með ásetningi ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis að geirnegla markaðsvæðingarstefnu Evrópusambandsins í orkumálum inn í íslenska framtíð.  Útifundurinn var “sjálfsprottinn”, að honum stóðu engin samtök heldur aðeins áhugasamir einstaklingar sem í mínum huga eiga lof skilið.  Ég var beðinn um að segja nokkur orð á fundinum og má lesa þau hér ...
SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

Ef til vill verða bara þau sex að mótmæla Orkupakka 3 á Austurvelli klukkan tvö á morgun. Þó held ég ekki. Ég held það verði fleiri. Ef þau koma öll sem eru á þessari mynd ásamt þeim tugum, ef ekki hundruðum, sem komu saman á sama stað á fimmtudag klukkan fimm þá losa mótmælendur einhverja tugi jafnel hundruð á morgun. Svo verður að minnsta kosti einn til viðbótar. Ég veit það því sá er ég. Ég ætla nefnilega að mæta. Ég hef heyrt að Ómar Ragnarsson komi líka og Erpur og kannski líka ... þú? Endilega: Austurvöllur laugardagur klukkan tvö.