SAMGÖNGURÁÐHERRA KOMINN Á STÖKKBRETTIÐ
03.10.2018
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu hvort hann komist upp með að seilast ofan í vasa vegfarenda til að láta þá fjármagna vegabætur á komandi árum. . . Í stað þess að við borgum hvert og eitt eftir efnum og aðstæðum til uppbyggingar samgöngukerfisins eins og við gerum til annarra innviða, þá daðrar ráðherrann nú við eins konar notendaskatt í samgöngukerfinu, segir að einkaframkvæmd hafi gefið gríðarlega góða raun.