Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2005

GEÐHJÁLP / OKKAR MÁL

Nýlega birtist fylgirit með Morgunblaðinu undir sama heiti og fyrirsögnin hér að ofan. Það fór vel á því að birta þetta rit með Morgunblaðinu því að öllum öðrum fjölmiðlum ólöstuðum hefur Morgunblaðið sinnt þessum málaflokki betur og af mikilli staðfestu um langt árabil.

ÆTLAR RÍKISSTJÓRNIN AÐ VEITA UPPLÝSINGAR UM FJÁRMÁLATENGSL RÁÐHERRA?

Á Alþingi í dag beindi ég þeirri spurningu til Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að láta birta opinberlega yfirlit yfir fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl ráðherra við fyrirtæki og sjóði á sambærilegan hátt og gert er í Danmörku.

"ÉG BARA BENDI Á SKÝRSLU RÍKISENDURSKOÐUNAR"

Valgerður Sverrisdóttir skýldi sér á bak við skýrslu Ríkisendurskoðunar þegar hún sat fyrir svörum í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld vegna gagnrýni á hvernig ríkisstjórnin hefur staðið að einkavæðingu ríkiseigna – einkum bankanna.

UM KREDDUR Á KRATAVÆNGNUM

Einkavæðing velferðarþjónustunnar kemur ekki til greina segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frambjóðandi til formennsku í Samfylkingunni.

FJÖLMIÐLAR SPYRJI ÖSSUR OG INGIBJÖRGU SÓLRÚNU

Það er að vissu leyti góðs viti að mönnum finnist það vera rógburður að væna formannskandídat í Samfylkingunni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, um að vilja gefa þeirri hugsun gaum að einkavæða megi hverfisskóla á grunnskólastigi.

ORÐ SKIPTA MÁLI – EKKI SÍST ÚR MUNNI FRÉTTAMANNA

Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti erindi á hátíð í tilefni 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

BOÐBERI BUSH Í FALLUJAH: "FRAMTÍÐIN UNDIR YKKUR KOMIN "

Robert Zoellick er næstæðsti ráðamaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í breska stórblaðinu Financial Times í gær segir frá för Zoellicks til Fallujah í Írak, þeirrar borgar í Írak sem einna verst hefur orðið fyrir barðinu á bandaríska innrásarliðinu í landinu en sem kunnugt er var borgin nánast lögð í rúst til að kveða þar niður andstöðu gegn nýlenduhernum.

FRÉTTAMOLAR AF EUREC FUNDI

Ég leyfi mér að fullyrða að kröftugasta alþjóðasamband launnafólks er PSI,  Public Service International, Alþjóðasamband launafólks í almannaþjónustu.
RÍKISSTJÓRNIN Á MÓTI ATVINNULÝÐRÆÐI!

RÍKISSTJÓRNIN Á MÓTI ATVINNULÝÐRÆÐI!

Í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar að það tilheyrði ekki "nútímarekstri" að tryggja starfsmönnum aðgang að stjórn stofnana! Í kjarasamningum í byrjun níunda áratugar síðustu aldar var samið um að efla atvinnulýðræði í opinberum stofnunum.
BANDARÍKJASTJÓRN, AL QUAEDA OG KJARNORKUSPRENGJAN

BANDARÍKJASTJÓRN, AL QUAEDA OG KJARNORKUSPRENGJAN

Haft var eftir Mohamed ElBaradei, forsvarsmanni Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (International Atomic Energy Agency), í fréttum að tímaspursmál væri hvenær Al Quaeda hryðjuverkasamtökin kæmust yfir kjarnorkuvopn.