28.02.2015
Ögmundur Jónasson
Birtist í DV 27.02.15.. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að TiSA samningurinn um markaðsvæðingu þjónustuviðskipta verði „gerður opinber strax og hann verður undirritaður." . Væri ekki ráð að samningurinn eða öllu heldur samningsdrögin verði gerð opinber áður en þau verða undirrituð af Íslands hálfu?Hinir snauðu í varnarbaráttu. TiSA samningarnir um markaðsvæðingu þjónustuviðskipta, (Trade in Services Agreement), hafa verið í burðarliðnum í um þrjú ár eða eftir að GATS viðræðurnar um sama efni sigldu tímabundið í strand vegna andstöðu ýmissa þróunarríkja svo og verkalýðshreyfingar sem andæfðu því að innviðir samfélaganna yrðu markaðs- og einkavæddir.. Samningarnir sigldu einnig í strand vegna þess hve lokaðar viðræðurnar voru og andlýðræðislegar.