05.02.2015
Ögmundur Jónasson
Í vikunni var mér boðið að sækja, og reyndar einnig stjórna, ráðstefnu sem haldin var á vegum Institute of Cultural Diplomacy í samvinnu við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi en ráðstefnan fjallaði um mannrétti og alþjóðarétt: "An Interdisciplinary Analysis of the Role of International Law in Promoting Human Rights.". Á fjórða tug mjög áhugaverðra fyrirlestra voru haldnir á ráðstefnunni en fyrirlesarar voru þingmenn víðs vegar að úr Evrópu sem hafa látið mannréttindi til sína taka, fræðimenn frá nokkrum Evrópulöndum, að ógleymdum dómurum bæði við Alþjóðadómstólinn í Hag, þar á meðal forseti og varaforseti dómstóldins og dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn og aðrir aðilar innan þessara stofnana.. Dómararnir sem töluðu á ráðstefnunni komu frá öllum heimshornum og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra og hvernig þeir mátu þróun mála.Bjartsýni var ríkjandi að heimurinn væri að þoka sér fram á við í þessum efnum þrátt fyrir erfiðleika sem við væri að etja vegna vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum.Í hálfa öld var heiminum haldið nánast í gíslingu af Kalda-stríðs stórveldum og voru hryllileg ódæðisverk látin óátalin af þessum sökum.