Fara í efni

Greinar

Bylgjan - í bítið 989

PÓLITÍK Á MÁNUDAGSMORGNI

Einsog við höfum gert að jafnaði hálfsmánaðarlega, hittumst við í Bítinu á Bylgjunni í morgun við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og ræddum ýmsar brennandi spurningar þjóðmálaumræðunnar.. Í morgun, var rætt um tvískinnung í umræðu um vaxtamál, undarlegan málflutning Evrópusinna á hægri vængnum sem ráðgera stofnun stjórnmálaflokks, kvótavæðingu íslenskrar náttúru, verkfall flugvirkja og hleranir.
MBL- HAUSINN

HVERJIR VILJA HÁTT VÖRUVERÐ, MIKLA VERÐBÓLGU OG HÁA VEXTI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15.06.14.. Ég?. Svo er að skilja að það sé svarið við spurningunni í fyrirsögninni.
spurningamerki

NÚ MAINE - NÆST TEXAS EÐA BÆJARALAND?

Hugsanlega er það vankunnátta mín sem olli því að ég staldraði við frétt í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar segir frá því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hafi skrifað undir samkomulag um aukið samstarf á milli Maine og Íslands:  . . "Samkvæmt samkomulaginu verður unnið að því að efla viðskiptatengsl Íslands og Maine meðal annars með áherslu á orkumál, viðskiptaþróun, samgöngur, nýtingu náttúruauðlinda og menningarmál.
FB logo

HANDÓNÝT RÍKISSTJÓRN?

Birtist í Fréttablaðinu 11.06.14.. Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu.
Sigurður Haraldsson

SIGURÐUR HARALDSSON KVADDUR

Í dag jarðsöng Sr. Örn Bárður Jónsson vin minn Sigurð Haraldsson í Neskirkju, sem lést langt fyrir aldur fram , 5.
DV - LÓGÓ

EIGNARNÁM ER SVARIÐ

Birtist í DV 10.06.14.. Einkaeignarréttinum eru settar ákveðnar skorður hvað náttúruna áhrærir. Þannig getur landeigandi ekki meinað neinum að njóta náttúruundra þótt hann eigi landið sem að þeim liggur.
DV - LÓGÓ

SKILUÐU AUÐU UM FLUGVÖLLINN

Birtist í DV 03.06.14.. Sannast sagna þótti mér líklegt að eitt af stóru málunum í nýafstaðinni kosningabaráttu í Reykjavík yrði flugvallarmálið - hvort Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram i Vatnsmýrinni eða hann fluttur á brott þaðan, um langan veg eða skamman, til Keflavíkur eða út í Skerjafjörðinn.. Framsóknarflokkurinni vildi greinilega gera málið að kosningamáli, án sýnilegs árangurs þó, að nokkru leyti Dögun einnig - en fráfarandi stjórnarflokkar í borginni, Samfylkingin og Besti flokkurinn,  sem augljóslega verða áfram við völd, auk VG og hugsanlega einnig Pírata, skiluðu nánast auðu.. . Engin afgerandi svör . . . Aðspurð um þetta efni voru þau fámál, greinilega staðráðin í því að láta ekki steyta á málinu.
Ögmundur þór Jóh

ÖGMUNDUR ÞÓR JÓHANNESSON Í NORRÆNA HÚSINU

Ögmundur Þór Jóhannesson, gítarleikari, er með tónleika í Norræna Húsinu miðvikudaginn 4. júní, klukkan 20.
Bylgjan - í bítið 989

RÆTT UM KOSNINGAR OG LÝÐRÆÐI Á BYLGJUNNI

Er lýðræðið að taka á sig nýtt form? Fer áhugi á almennum kosningum dvínandi á sama tíma og krafa um beint lýðræði eykst.
MBL- HAUSINN

RÓTTÆKNI OG ÍHALDSSEMI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 01.06.14.. Á mörgum sviðum þurfum við á róttækri nýhugsun að halda. Ég er ekki endilega að biðja um glænýja hugsun, sætti mig ágætlega við endurvinnslu á góðum hugmyndum sem hafa reynst vel.