
BLESSAÐIR KERFISKALLARNIR
11.10.2014
Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs um Mjólkursamsölumálið og er það gott og eðlilegt. Mjólk og mjólkurafurðir eru undirstöðufæða, ekki síst ungviðisins, og skipta gæði og verðlag því grundvallarmáli. . Ég hef tekið þátt í þessari umræðu og hafa nokkrir einstaklingar staðnæmst sérstaklega við minn málflutning.