HVENÆR OG HVERNIG Á ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ AÐ BEITA SÉR GEGN HERNAÐAROFBELDI?
18.11.2012
Eina ferðina enn stendur heimurinn agndofa frammi fyrir vopnaðri valdbeitingu. Margir gera því skóna að Ísraelsríki sé með árásum sínum á Gaza að grafa undan viðleitni sem nú verður vart á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að viðurkenna Palestínuríki.. Hvað sem kann að vera rétt í því efni vaknar enn á ný spurningin um ábyrgð alþjóðasamfélagsins gagnvart hernaðarofbeldi.