Birtist í blaðinu Hafnarfjörður 05.04.13.. Sérhver skóli reynir að gera eins vel og hann getur á öllum sviðum og bjóða nemendum sínum upp á afbragðs kennslu og þjálfun. En það er jafnframt snjall leikur af hálfu framhaldsskóla að sérhæfa sig á tilteknum sviðum.
Á ríkisstjórnarfundi í ágúst 2011 var samþykkt að minni tillögu að gera endurbætur í fangelsismálum og efna í því skyni til opinnar hugmyndasamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík.
Birtist í Morgunblaðinu 02.04.13.. Pólitískur samferðamaður minn til langs tíma, Jón Bjarnason, segir í grein í Morgunblaðinu nýlega að ég hafi komið af fjöllum varðandi undirskrift fulltrúa Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytis á samningi um sölu ríkisins á landi í Skerjafirði í grennd við Reykjavíkurflugvöll.
Fyrisögnin er úr dagblaði um 1970 á dögum deilunnar um Laxárvirkjun. Hún endurspeglar afstöðu fólks til virkjunarinnar enda þekkjum við nú hver framvindan varð, menn tóku sig til og stöðvuðu framkvæmdir með miklum hvelli - dýnamítsprengingu í stíflunni sem þá var í smíðum.
Notalegasta fjölskyldustund ársins stendur nú yfir. Allir slakir - nema náttúrlega starfsfólk heilrigðisþjónustu, löggæslu, slökkviliðs og í annarri bráðaþjónustu sem alltaf þarf að vera til staðar.
Birtist í Garðapóstinum og í Kópavogspóstinum 21.03.13.. Fyrir síðustu áramót samþykkti Alþingi að skipuð yrði þverpólitísk nefnd til að fjalla um löggæsluna í landinu og á hvað bæri að leggja áherslu á komandi árum.