
HUGSUM STÓRT MEÐ ÞORLEIFI
05.09.2008
Það fer ekki fram hjá neinum Reykvíkingi sem að jafnaði leggur leið sína um miðborgina að vandi útigöngumanna fer vaxandi. Þeir ráfa um í reiðileysi um borgina, illa á sig komnir enda margir langdruknir og húsnæðislausir.. Athygli vakti viðtal við Þorleif Gunnlaugsson, borgarfulltrúa Vinstri grænna í Reykjavík, í Ísland í dag á Stöð 2 í fyrradag um málefni þessa fólks.