Í gær birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Auglýst er starf forstjóra „sjúkratryggingastofnunar." Þessi stofnun er ekki til.
Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, hefur verið á Íslandi undandarna daga og flutt fyrirlestra bæði hjá háskólanum í Bifröst og einnig hjá BSRB.
Ræða í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Góðir landsmenn. Það er óvéfengjanleg staðreynd að við blasir mikill vandi í íslensku efnahagslífi og í íslensku samfélagi.. Verðbólga komin í 13 prósentustig og á uppleið.
Forstjóri Actavis, Róbert Wessman, segir í Fréttablaðinu í dag að hann sé á hrakhólum með einkaþotur sínar í Reykjavíkuflugvelli og vill leyfi til að byggja 2000 fermetra einkaskýli á vellinum.
Sigurvegari þjóðfélagsumræðu síðustu daga er Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags Fasteignasala. Hún hefur staðið keik fyrir hönd almennings og varið Íbúðalánasjóð og þar með almannahag.
Í morgun kom Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fram á fundi í Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðismanna. Hann tók sig vel út á mynd frammi fyrir risastórum bláum og bleikum bakgrunni.
Hin umdeildu eftirlaunalög komu til umræðu á Alþingi í dag. Uppi eru þrjár stefnur í málinu. Í fyrsta lagi gef ég mér að þeir fyrirfinnist sem engu vilja breyta í lögunum.
Ég minnist þess þegar Þuríður Backman, félagi minn í pólitíkinni, fór að brýna mig að gleyma ekki að tala um matvælaöryggi þegar landbúnaðarumræðan væri annars vegar.