Í gær hófst þing Kennarasambands Íslands þar sem lagðar eru línur til næstu ára hjá sambandinu. Athyglisvert var að hlýða á ávörp sem flutt voru við setningu þingsins og ber þar fyrst að telja ræðu Eiríks Jónssonar, formanns KÍ, sem flutti kraftmikla ræðu þar sem hann ræddi þjóðfélagsmál almennt og málefni kennara sérstaklega.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var ekki í góðu jafnvægi á Alþingi í gær þegar hann var beðinn um að útskýra flottræfilsháttinn í ferðamátanum sem ríkisstjórn hans væri farin að temja sér. Ekki vildi ráðherrann upplýsa kostnað ferðalaganna með einkaflugvélum að undanförnu en sagði að í því væri fólginn tímasparnaður að ferðast með einkaflugvélum. Svo hefði fjölmiðlafólk fengið ókeypis far! Þetta upplýsti forsætisráðherrann hróðugur á Alþingi í dag.
Bandarískur hergagnaiðnaður stendur í þakkarskuld við George Bush, Bandaríkjaforseta. Hann hefur beitt sér fyrir hervæðingu Bandaríkjanna af meiri krafti en flestir fyririrrennarar hans á forsetastóli.
Ástandið í efnahagsmálum er alvarlegt en ekki óyfirstíganlegt. Það kallar hins vegar á snarræði og öruggar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar - að hún axli ábyrgð á ástandinu eins og það er orðið og beiti þeim tækjum sem hún ræður yfir.
Í tíu-fréttum Sjónvarps í kvöld sátu Rúmeníu-fararnir okkar, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem nú sækja fund NATÓ í Búkarest, fyrir svörum fréttamanna, samferðamanna sinna úr einkaþotunni góðu.