
AÐ GETA EKKI HORFST Í AUGU VIÐ SJÁLFAN SIG
03.07.2008
Birtist í DV 02.07.08.. Þegar svo er komið að forsætisráðherra þjóðarinnar líkir gagnrýninni fréttamennsku við dónaskap, einsog gerðist nýlega, og þegar umhverfisráðherra segist ekki leyfa myndatökur af ísbjarnarhræi því þær gætu reynst óþægilegar, þá erum við komin nálægt því sem á góðu máli heitir ritskoðun.