Fram er komið á Alþingi frumvarp um breytingar á þingskaparlögum. Frumvarpið flytur forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, ásamt þingflokksformönnum annarra flokka á Alþingi – að einum undanskildum.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur þetta "eitthvað". Þetta sem er "eitthvað" umfram það sem aðrir hafa, þetta sem er öðru vísi, snjallara í framsetningu, með meira innsæi í tilveruna en aðrir hafa.
Það er gæfa fyrir Íslendinga að við skulum ekki vera í þann veginn að eignast hlut í einni helstu orkuveitu Filippseyja, sem ríkisstjórnin þar í landi er að selja frá sér í óþökk félagslega þenkjandi fólks á Filippseyjum.
Ekki er séð fyrir endann á samningaviðræðum ASÍ og SA um nýtt áfallatryggingakerfi. Enda þótt viðræðurnar taki einvörðungu til fólks á samningssviði þessara aðila er líklegt að þegar fram líða stundir muni sú spurning gerast áleitin gagnvart öðrum samningsaðilum hvort þeir fari inn á svipaðar brautir.
Nýlega hlotnaðist mér sá heiður að opna allsérstæða vefverslun með hljómdiska.Verslunin, sem nefnist Tónsprotinn, er sérstæð fyrir það að hún byggir á samstarfi hljómlistarmanna og ýmissa þjóðþrifasamtaka.