LÍTIL STÓRFRÉTT EÐA STÓR SMÁFRÉTT?
08.08.2020
Veit ekki alveg hvað á að segja um frétt sem biritst í Morgunblaðinu 17. júlí síðastliðinn og virðist ekki hafa vakið mikla athygli; ekki viss hvort þetta hafi verið stórfrétt að smáfrétt. Hún fjallar um aðgengi að landinu fyrir erlent fólk, hverjir megi koma til Íslands í Covid-fári og hverjir ekki. Og hér voru það einstaklingar utan Schengen sem voru til skoðunar. Þeir mættu ekki koma hingað sem væru einfaldlega að fara í frí. Þar væru engar undantekningar gerðar sagði í fréttinni. Væru þeir í viðskiptaerindum þá gegndi hins vegar öðru máli ...