Fara í efni

Greinar

ALMA REIKNAR, STEFÁN SKRIFAR OG EGILL SPYR

ALMA REIKNAR, STEFÁN SKRIFAR OG EGILL SPYR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.02.21. ...  Og varla að undra. Alma Hafsteins, formaður samtakanna, hefur kynnt þjóðinni útreikninga sem sýna að á hverjum klukkutíma tapa spilafíklar 434.063 krónum í spilakössum, það er að frádregnum vinningum. Og þegar þetta er margfaldað með klukkustundunum í heilu ári nemur þessi upphæð 3.721.000.000 krónum, þremur milljörðum, sjö hundruð tuttugu og einni milljón króna. Það eru ...
Minningarorð um Jens Andrésson

Minningarorð um Jens Andrésson

Í dag var borinn til grafar góður vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jens Andrésson. Ég minntist hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og einnig nokkrum orðum við útför hans en þar töluðu auk mín tveir aðrir leikmenn, náinn vinur Jens, Guðmundur Krisjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, fyrrum samstarfsmaður Jens á Grænhöfðaeyjum og náinn vinur svo og samstarfmaður hans í járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði þar sem Jens starfaði hin síðari á, Tjörvi Berndsen. Mæltist þeim báðum mjög vel ...
TOMMI OFBÝÐUR SIÐGÆÐISVITUND FACEBOOK

TOMMI OFBÝÐUR SIÐGÆÐISVITUND FACEBOOK

Í sakleysi mínu leyfði ég mér í gær að dreifa ákalli Tomma, góðvini þjóðarinnr, um að loka spilakössum til frambúðar. Í ákalli sínu segir Tommi að hann sé einn af 86% þjóðarinnar sem Gallup sagði síðastliðið vor að væri þessarar skoðunar eftir ítarlega könnun meðal landsmanna. Facebook slökkti á þessari deilingu minni því hún samræmdist ekki ...
GRÍMUBALLIÐ Á ENDA?

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA?

...  Á Bjarna fjármálaráðherra er að skilja að svo rækilega hafi kvótanum verið stolið til frambúðar að tilgangslaust sé að setja ákvæði í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum. Hvað þýðir eiginlega þjóðareign, spurði hann á Alþingi í vikunni sem leið. Já, hvað skyldi það nú þýða Bjarni og  ...
HAUKUR HELGASON: EFTIRMINNILEGUR SAMFERÐARMAÐUR

HAUKUR HELGASON: EFTIRMINNILEGUR SAMFERÐARMAÐUR

...  Haukur hafði skýra samfélagssýn, hafði trú á ágæti hennar og bjó auk þess yfir prýðilegu sjálfstrausti. Þess vegna var auðvelt að skiptast á skoðunum við hann og þá einnig að vera honum ósammála ef því var að skipta. Hann gat tekið öllu, fullviss um ágæti eigin skoðana og eigin sýnar á lífið. En það var ekki bara ...
UPPÁKLÆDDUR KAPÍTALISMI

UPPÁKLÆDDUR KAPÍTALISMI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.01.21. ...  Sam­koma auðhringa heims­ins og handlang­ara þeirra í Dav­os í Sviss kall­ar sig World Economic For­um og þyk­ist sú sam­koma nú vera rödd heims­ins í um­hverf­is- og sam­fé­lags­mál­um. Hrok­inn verður skilj­an­leg­ur þegar haft er í huga að World Economic For­um hef­ur gert sam­komu­lag við Sam­einuðu þjóðirn­ar um að leiða heim­inn inn á far­sæl­ar braut­ir und­ir slag­orðinu „Stra­tegic partners­hip“ og sjálft skil­grein­ir World Economic For­um sig sem ...
FEGURÐ FRELSISINS

FEGURÐ FRELSISINS

Það tók mig nokkurn tíma að lesa nýjustu áskriftarbók Angústúru útgáfunnar:   Uppljómun í eðalplómutrénu.   Kannski varla að undra því lengi vel reikaði ég um skilningsvana í mörg þúsund ára sögu Írans, þar sem ég var kynntur fyrir sendiboðum Zaraþústra, sem uppi var fyrir þrjú þúsund árum rúmum, skógarpúkum og svo fólki menningarandans, lifandi og liðnu, að ógleymdum Khomeny erkiklerki og handlöngurum hans, sem hrintu keisarastjórninni írönsku frá völdum 1979. Þarna var í reynd upphafsreitur sögunnar ...
ÍSLAND ÚR NATÓ!

ÍSLAND ÚR NATÓ!

...  Getur verið að Íslendingar leggi svo mikið upp úr því að sýna fullkomna undirgefni gagnvart NATÓ að þeir þori ekki að mótmæla kjarnorkuvopnum,  afdráttarlaust,   óháð því hver í hlut á, helsprengjunni, sem vel að merkja hefur aðeins verið beitt af einu ríki, forysturíkinu í NATÓ, Bandaríkjum Norður-Ameríku.   Ef Ísland stæði afdráttarlaust með yfirýstri eigin stefnu legðu íslensk stjórnvöld þegar í stað fyrir Alþingi tillögu um að  ...
SVAVARS MINNST

SVAVARS MINNST

... Svavar Gestsson var áhrifamaður hvar sem hann kom, hreif fólk auðveldlega með sér með eldmóði og krafti. Ég hef, eins og aðrir landsmenn, fylgst með því hvar hann hefur lagt leið sína í seinni tíð, um gamla átthaga  og ættarslóð og víðar, en alls staðar þar sem hann hefur komið við, hefur það leitt til vaxtar og nýjabrums, þeirrar fullvissu að nú sé hægt að gera á gömlum stað eitthvað nýtt, gott og skemmtilegt ...
RÆTT UM SIÐLAUSA SÖLU Á BANKA

RÆTT UM SIÐLAUSA SÖLU Á BANKA

...  Ásdís galt þess að sjálfsögðu hve málstaður hennar var slæmur. En Guðrún hafði afgernadi yfirburði í rökræðum þeirra ekki aðeins vegna þess, heldur vegna hins hve röksemdir hennar voru meitlaðar og sannfærandi. En þetta var mitt mat. Svo eru það allir hinir og þá sérstaklega fjárfestar sem vilja græða á sölu Íslandsbanka. Þeir hafa eflaust sjaldan heyrt talað jafn vel fyrir sína hönd og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerði í dag ...  Í kvöldfréttum var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, síðan mættur ...