Fara í efni

Greinar

AÐ LÆRA AÐ GERA VEL

AÐ LÆRA AÐ GERA VEL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.10.20. Fyrir ekki ýkja löngu sótti ég tónleika hjá tónlistarskólanum Allegro. Þetta voru fámennir tónleikar, enda ítrustu varúðarreglur viðhafðar á veirutímum. Músíkantarnir voru fáir, allir á leikskóla- og barnaskólaaldri. Áhorfendur voru einnig fáir. Með öðrum orðum, nánast stofutónleikar nema að húsakynnin voru engin smástofa heldur stór salur. En viti menn, þessi stóri salur varð ...  
HERINN BURT!

HERINN BURT!

Hér á landi verða næstu vikurnar 500 til 600 NATÓ hermenn til að æfa sig í stríði. Maður þarf að vera snöggur til þess að finna af þessu fréttir svo stutt stoppa þær við á miðlunum. Í þinginu ræðir þetta enginn. Alla vega ef svo á annað borð er, þá svo hljóðlega að ekki heyrist. Það er eitt að segjast í orði vera á móti NATÓ eins og VG segist ennþá vera en faðma síðan þetta hernaðarbandalag og fulltrúa þess að sér hvenær sem færi gefst.  Út úr því er ég fyrir löngu farinn að lesa: Ísland í NATÓ, herinn kjurrt. En látum nú vera þótt allir - eða allflestir – þingmenn ..
ÁTTU AÐ GETA HALDIÐ FÖSTU STARFI EINS LENGI OG ÞÚ VILT EÐA ÞANGAÐ TIL ÞÉR VERÐUR SAGT UPP?

ÁTTU AÐ GETA HALDIÐ FÖSTU STARFI EINS LENGI OG ÞÚ VILT EÐA ÞANGAÐ TIL ÞÉR VERÐUR SAGT UPP?

... skýr regla gerir valið auðveldara og lífið líka auðveldara fyrir bæði starfsmann og vinnustað, hvorugum má gleyma! Staðreyndin er sú að einhvern tímann kemur að því að starfsgetan er ekki sem skyldi vegna aldurs. Í stað þess að vinnustaðurinn segi, ertu ekki farinn að finna fyrir aldrinum Ögmundur minn, þá ert þú floginn   úr föstu starfi   þegar að þessu kemur. Er ef til vill besta fyrirkomulagið að hafa línur skýrar? -sveigjanleg starfslok hafa tíðkast víða hjá hinu opinbera með því fyrirkomulagi að fólk fer í ...lu
HVORT MÁ BJÓÐA: MENGUN AFTAN ÚR NATÓ-VÉL EÐA BELJURASSI?

HVORT MÁ BJÓÐA: MENGUN AFTAN ÚR NATÓ-VÉL EÐA BELJURASSI?

... Svo kom þriðja reiðarslagið. Hér eru staddar tugir orustuþotna frá NATÓ að æfa sig fyrir strið í boði ríkisstjórnarinnar. Eyfirðingar urðu í dag vitni að logandi eld-brennurum aftur úr þessum vélum. Að sögn er þetta gríðarlega mengandi. Þannig að enn þarf að planta. Svo má náttulega leika sér með tölur og ...
ÞAR SEM ÓLÍKLEGT ER AÐ Á ALÞINGI VILJI NOKKUR …

ÞAR SEM ÓLÍKLEGT ER AÐ Á ALÞINGI VILJI NOKKUR …

... Og til að botna fyrirsögnina,   ÞAR SEM ÓLÍKLEGT ER AÐ Á ALÞINGI VILJI NOKKUR  fá útskýrt sitt hvað sem hljómar mótsagnakennt í meira lagi úr ranni ríkisstjórnarinnar, þá leyfi ég mér að setja fram eftirfarandi vangaveltur: Samgönguráðherra upplýsir í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi að til standi að setja, að því er mér skildist, um 1200 milljarða(!) í samgöngumál á næstu 15 árum og gera þannig átak sem dugi til þess að koma samgöngumálum í gott lag.  Hann er spurður hvers vegna þetta hafi ekki verið gert fyrr og hann svarar að ...   
GUÐNI VERÐI Á NÆSTA FUNDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

GUÐNI VERÐI Á NÆSTA FUNDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, mætti Í Bítið á Bylgjunni í gær. Ég mæli með því að á næsta fundi ríkisstjórnarinnar verði þetta viðtal á dagskrá, farsímar verði lagðir til hliðar og ríki þögn þar til viðtalinu lýkur. Síðan verði næsti dgaskrárliður:  Hvernig íslenskur landbúnaður verið reistur við og varinn til frambúðar. Viðtalið er ...
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD BREGÐAST EN EKKI VÍSIR

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD BREGÐAST EN EKKI VÍSIR

... Vefmiðillinn Vísir bregst við – þökk sé miðlinum – og vill vita hver hafi látið undanskilja spilakassa banninu og hverju það sæti.  Í svari heilbrigðisráðuneytisins í dag kemur fram að það eru heilbrigðisyfirvöldin sjálf sem að þessu standa !!!  Þetta sé   „í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir … Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og  ...
TILLAGA TIL ÞRÍEYKIS

TILLAGA TIL ÞRÍEYKIS

Spilavítum Háskóla Íslands hefur verið lokað tímabundið í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. Samkvæmt því sem fram hefur komið er þetta bann virt og er svo að skilja að allir spilakassar HÍ séu lokaðir nema að fréttir hafa borist af því að nokkrir kassar séu enn opnir á tilteknu veitingahúsi. Íslandsspil sf sem er í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargsr og SÁÁ eru hins vegar enn með alla sína spilakassa opna. Fram hefur komið af hálfu Samtaka áhugafólks um spilafíkn að tilvísun í spilakassa hafi verið fjarlægð úr þeirri reglugerð sem var í gildi síðastliðið vor. Í frétt á vefritinu Vísi kemur fram að Rauði krossinn hafi fyrir sitt leyti bent á að sprittbrúsar séu
SPURNING ÖLMU

SPURNING ÖLMU

Fyrir helgina birtist viðtal við Ölmu Björk Hafsteinsdóttur, formann  Samtaka áhugafólks um spilafíkn,   á vefmiðlinum Vísi. Þar spyr hún hvers vegna orðið spilakassi hafi verið tekið út úr reglugerð um lokun spilasala.   Eins og menn muna var spilasölum seint og um síðir lokað í aðhaldsaðgerðum stjórnvalda síðastliðið vor.   Þrátt fyrir ákall um að opna þá ekki á ný var það þó gert og viritist engin áhrif hafa á Alþingi og ríkisstjórn að  ...
STJÚPA MJALLHVÍTAR OG AMMA RAUÐHETTU

STJÚPA MJALLHVÍTAR OG AMMA RAUÐHETTU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.10.20. Þegar kenna átti börnum fyrr á tíð að hætta sér ekki á ókunnar varasamar slóðir, til dæmis fara ekki langt inn í myrkan skóg þar sem vargdýr og óvættir héldu sig, þá voru þeim stundum sögð óhugnanleg ævintýri til að vara þau við hættunum: Sjáið hvað henti Rauðhettu litlu. Úlfur át ömmu hennar og vildi éta hana sjálfa líka. Sagan af vondu stjúpunni og Mjallhvíti er langsóttari, en ég get mér þess til að ...