HVORT ER AUÐVELDARA AÐ BANNA VEIRUR EÐA SKIPTA UM SKOÐUN?
15.05.2020
Birtist í Bændablaðinu 06/19.05.20 Ég held að við séum öll sammála um að hægt er að skipta um skoðun. Og ef reynslan kennir að það gæti verið skynsamlegt þá er einboðið að gera það. En er hægt að banna veirur? Það heldur ríkisstjórn Íslands og Alþingi. Þegar ákveðið var að leggja árar í bát og gefast upp gagnvart regluverki EES samningsins og heimila innflutning á hráu kjöti var því lýst yfir að þetta væri í góðu lagi því Íslendingar hefðu ákveðið að taka forystu á heimsvísu - eins og stundum áður - að þessu sinni í ...