Fara í efni

Greinar

JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR

JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR

Þegar Jón Karl Stefánsson skrifar þá hlusta ég. Ekki vegna þess að hann tali sérlega hátt heldur vegna þess að hann á jafnan erindi við lesendur þegar hann skrifar. Og erindið við okkur í grein sem hann nú birtir hér á síðunni er að honum finnst ekki vera hlustað sem skyldi á áhættuhópa og fólkið sem starfar á gólfinu í umræðu og aðgerðum gegn Kóvid. Jón Karl fjallar sérstaklega um ...  
KOMINN ÚT: SPEGILL ÓLÍNU FYRIR SKUGGABALDUR

KOMINN ÚT: SPEGILL ÓLÍNU FYRIR SKUGGABALDUR

Ólína Þorvarðardóttir lætur ekki að sér hæða. Nýútkomin bók hennar, Spegill fyrir skuggabaldur, fjallar um spillingu og misbeitingu valds á Íslandi. Það er freistandi að endursegja sumt sem fram kemur í þessu riti svo magnað og lærdómsríkt er það. Ég nefni sérstaklega samskipti ýmissa aðila, þar á meðal höfundar sjálfrar, við Samherjaveldið, yfirganginn og ofbeldið – hvernig valdi auðsins er beitt gegn þeim sem voga sér að gagnrýna, ekki aðeins Samherjasamsteypuna, heldur fiskveiðistjórnarkerfið, kvótakerfið, sem hefur fært stór-kvótahöfunum auð “sinn”. Ólína hefur greinilega ...
EKKI VIL ÉG SÝKJAST EN SAMT…

EKKI VIL ÉG SÝKJAST EN SAMT…

… já, og ég vil að sýnum ítrustu varkárni og þess vegna virði ég ábendingar sóttvarnarteymisins, en samt, samt finnst mér varnaðarorð Halldórs í einni af brilljant skopteikningum sínum í Fréttabalaðinu til að hafa í huga.   Hópsálin lætur ekki að sér hæða. Hún er ...
ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL – OG ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL EKKI

ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL – OG ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL EKKI

Talsmenn EES segja að íslensk stjórnvöld séu brotleg að því leyti að þau virði ekki skuldbindingar sínar gagnvart EES. Tveir þingmenn segja í Morgunblaðinu í dag að það sé undir okkur komið hvernig við bregðumst við, enda standi íslensk lög ofar Evrópurétti.  Það sem ég skil nú er þetta : Yfirgnæfandi meirihluti alþingismanna sagði okkur í aðdraganda þess að þingið samykkti Orkupakka 3, að sú samþykkt skipti engu máli – Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og orkumálastjóri Evrópusambandsins hefðu átt gott spjall þar sem hefði komið fram skilningur á stöðu Íslands – og auk þess réðum við því sem við vildum ráða, íslensk lög væru  ...
FÓR HANN ALDREI?

FÓR HANN ALDREI?

Í gær kvað Hæstiréttur Spánar upp þann úr skurð að Quim Torra, forseti ríkisstjórnar Katalóníu, væri settur af í hálft annað ár, 18 mánuði. Sakarefni: Í spænsku þingkosningunum í fyrra, 2019, hafi hann neitað að verða við skipun spænsku stjórnarinnar um að láta fjarlægja borða af stjórnarbyggingunni í Barcelona meðan á kosningabaráttunni stóð, með áletruninni,   “Látið pólitíska fanga lausa.”  Þá höfðu níu helstu leiðtogar Katalóníumanna, lýðræðislega kjörið fólk, verið fangelsað - 13 ára fangelsisdómar kveðnir upp - fyrir að vilja greiða götu þjóðartkvæðagreiðslu um framtíð Katalóníu. Þau sem vilja afsaka stjórnvöldin í Madrid segja ...
UMHUGSUNARVERÐ SKRIF ÚR RANNI SMÁFYRIRTÆKJA Í FERÐAMENNSKU

UMHUGSUNARVERÐ SKRIF ÚR RANNI SMÁFYRIRTÆKJA Í FERÐAMENNSKU

Síðastliðinn fimmtudag birtist grein í Morgunblaðinu eftir  Björn Jónasson , sem kennir sig við  Félag smáfyrirtækja og einyrkja.  Það eitt er til umhugsunar að hinir smærri aðilar virðast vera að ryðja sér til rúmsins, vilja ekki að stór fyrirtæki einoki umræðu ekki síst í ljósi þess að veiran virðist ætla að verða hinum stærri fyrirtækjum og samsteypum hliðhollari en þeim sem smærri eru. Í kreppum stækka nefnilega hinir stóru, éta hina smáu. Það er ekki góð þróun eins og ...
EKKI FLEIRI LÖGFRÆÐINGA!

EKKI FLEIRI LÖGFRÆÐINGA!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.09.20. ...  Og stjórnmálamenn verða að hætta að hlaupa í felur þegar erfið siðferðileg álitamál koma upp eins og ítrekað gerist í umræðunni um hælisleitendur: “Spyrjið kerfið”, segja þeir og loka að sér. Síðan er það komið undir sviptivindum hvar þeir endanlega lenda ...
TÍKIN

TÍKIN

Það var alveg á mörkunum að ég þyrði að lesa Tíkina, nýjustu bók Angústúru-útgáfunnar, en hún kom inn um bréfalúguna fyrir fáeinum dögum, það er að segja til okkar sem erum áskrifendur, nokkuð sem óhætt er að mæla með við alla sem enn eru ekki innvígðir í þennan klúbb. En hvers vegna banginn? ...
HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?

HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?

Páll Óskar Hjálmtýsson, hljómlistamaður með meiru, er með allra geðþekkustu mönnum og held ég að óhætt sé að segja að hann sé einn þeirra sem elskaður er af þjóðinni. Það er eflaust skýringin á því að milliliður á orkumarkaði flíkar honum nú mjög í augslýsingaherferð sem eflaust kostar sitt. Orkusalan, sem svo er nefnd, er slíkur milliliður og hefur á að skipa myndarlegri sveit starfsmanna eins og sjá má á heimasíðu. Þetta fyrirkomulag byggir á viðskiptamódeli sem fylgdi fyrstu orkupökkunum þar sem kveðið var á um aðgreiningu á framleiðslu, dreifingu og smásölu á raforku. Með því að fá okkur til að taka þátt í meintu stuði ...
HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS

HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS

Á degi íslenskrar náttúru óskum við Ómari Ragnarssyni til hamingju með afmælið – áttræðisafmælið. Það er við hæfi! Ómari Ragnarssyni kynntist ég sam samstarfsmanni á fréttastofu Sjónvarps þegar við störfuðum þar saman í áratug. Skemmtilegri, kraftmeiri, og réttsýnni manni er leitun að.   Ómar hefur, og hafði einnig á þessum tíma, ríkar skoðanir. Honum var oft mikið niðri fyrir, en alltaf var hann málefnalegur og aldrei heyrði ég hann halla orði á nokkurn mann á meiðandi hátt.   Umhyggju hans fyrir íslenskri náttúru er viðbrugðið enda engin tilviljun að ...