12.01.2006
Ögmundur Jónasson
Morgunblaðið gerir að umfjöllunarefni skrif mín hér á síðunni um svokallaða Rannsóknamiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE. Ég vakti athygli á þeim aðilum, sem að miðstöðinni standa en þeir eru flestir, ef ekki allir, af frjálshyggjuvæng stjórnmálanna, enda er markmið Rannsóknamiðstöðvarinnar að: „efla skilning og mikilvægi frjálsra viðskipta og eignaréttinda…“ Á vegum þessarar stofnunar var nýlega birt skýrsla um Ísland og alþjóðaviðskipti og vakti ég athygli á því að þar hefðu höfundar lýst því blákalt yfir að skýrslan væri skrifuð í því augnamiði að „tíunda kosti alþjóðaviðskipta…“ Þetta sagði ég að virtist ekki vera sérlega fræðileg nálgun.